Réttur - 01.01.1957, Side 79
RÉTTUR
79
meirihlutinn, allur þorri þjóðarinnar, sem hefur tekið ríkisvaldið
í þjónustu sína, þar sem áður réði fámenn yfirstétt. í öðru lagi
bendir hann á hina miklu lýðræðislegu kosti þess stjórnskipulags,
sem fólkið hefur skapað sér sjálft á þróunarferli byltingarinnar,
svo sem ráðstjórnarfyrirkomulagið. Þingræði hins borgaralega
lýðræðis er skipulagt með þeim hætti og í þeim tilgangi, að stað-
festa sem mest djúp miíli fólksins og stjórnarstofnana. í ráðstjórn-
arfyrirkomulaginu er þessu öfugt farið. Fólkið kýs ráðin til þess
að framkvæma alveg ákveðin verkefni, til þess að hafa bæði lög-
gjafarvald og framkvæmdarvald á hendi. Það hefur öll skilyrði
til þess að vaka yfir störfum þeirra, og hvern þann fulltrúa, sem
ekki stendur í stöðu sinni, er hægt að svifta umboði hvenær sem
er og kjósa annan í staðinn.
Á tímabili alræðisvaldsins er forustuflokkur verkalýðsins mik-
ilvægastur allra félagssamtaka hans. Þessvegna ríður á að skapa
flokk af þeirri gerð, að hann sé hinum mikla vanda vaxinn. Undir
því er allur árangur og allur þróunarferill byltingarinnar kom-
inn. Þegar Lenín gerir grein fyrir því hverjum kostum slíkur flokk-
ur verður að vera búinn, leggur hann áherzlu á tvö meginatriði.
Annarsvegar sterkt framkvæmdarvald og einingu í öllum athöfn-
um og hinsvegar fullkomið flokkslýðræði. Að sameina þetta
tvennt krefst mikils pólitísks þroska. En slíkur verður flokkur
verkalýðsins að vera, ef hann á að valda yerkefnum sínum, þegar
mest reynir á. Því sagði Lenín að heldur kysi hann að flokkur-
inn væri fámennari en betri. Og jafnframt verður flokkurinn um-
fram allt að hafa náin tengsl við verkalýðsstéttina, vera hold af
hennar holdi og blóð af hennar blóði.
Sú saga er sögð, að á byltingartímunum hafi Lenín komið
í verksmiðju, þar sem hann átti að halda erindi. í fundarsalnum
var festur upp stór borði, sem á var letrað: Lengi lifi alræði öreig-
anna. Lenín valdi þessi orð að umræðuefni. Hann sagði að í
raun og veru væru þessi orð öfugmæli. Kommúnistar óskuðu
þess af heilum hug, að alræði öreiganna stæði sem skemmst.