Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 80
80
RÉTTTJR
Alræði öreiganna er ríkisvald, sem hefur þann tilgang að halda
andstöðustéttunum í skefjum. Þegar tekizt hefur að skapa stétt-
laust þjóðfélag og engar hættur ógna hinu sósíaliska þjóðfélagi
utan frá, gerist þess ekki lengur þörf. Allir kommúnistar óska
þess, að sú stund renni upp sem fyrst. I sama mæli og kraftar
stéttarandstæðingins þverra, er hægt að draga úr alræði öreiganna.
Með fullkomnum sigri sósíalismans leysist það upp smátt og
smátt, deyr út.
Hlutverk ríkisvald er valdbeiting. Þessvegna felur hverskonar
ríkisvald í sér miklar hættur, hættu á að þessu valdi sé misbeitt,
jafnvel til tjóns fyrir þá, sem það á að þjóna. Byltingarflokkar,
sem gegna forustuhlutverki á örlagastundum, verða að hafa sterkt
miðstjórnarvald. Mikið vald hlýtur óhjákvæmilega að vera í
höndum tiltölulega fárra manna. Einnig þetta felur í sér miklar
hættur. Nýir menn og óreyndir taka oft við forusm og ábyrgð á
mikilvægum sviðum, svo mikilvægum að sköpum getur skipt
hvernig til tekst. Mikil hætta er á því, að þessir menn taki að
skoða sig sem valdsmenn, en ekki þjóna fólksins. Hið nýja þjóð-
skipulag tekur við mannfólki og mannvali, sem er mótað af hinu
gamla þjóðskipulagi, er haldið hugarfari þess og hugsunarhætti,
jafnframt því sem margir hafa glatað barnatrú sinni, trúnni á
fornar dyggðir og siðferðishugmyndir, án þess að hafa tileinkað
sér hið æðra siðgæði nýrra þjóðfélagshátta. Flokkur, sem tekur
völdin, má búast við miklu aðstreymi einstaklingshyggjumanna,
valda- og metorðastritara. Það er þetta ástand, samfara hinu mikla
stjórnarbákni, sem samvirkt þjóðfélag þarf á að halda á fyrsta
stigi þess, sem skapar hættuna á skrifstofu- og embættismanna-
veldL
Engum var þetta ljósara en Lenín. Aftur og aftur varar hann
við skrifstofuveldinu og húðflettir allar tilhneigingar í þá átt.
Hvað eftir annað talar hann um nauðsyn þess, að menn í opinber-
um stöðum taki ekki hærri laun, en almennir verkamenn. í „Ríki