Réttur - 01.01.1957, Síða 81
RÉTTUR
81
og bylting" vitnar hann í þessi ummæli Engels um Parísarkomm-
únuna:
„Kommúnan beitti þrennskonar óbrigðulum ráðum gegn því,
sem hingað til hafði átt sér stað í öllum ríkjum, að ríkið og
tæki þess breyttust úr þjónum þjóðfélagsins í yfirboðara þess. I
fyrsta lagi skipaði hún í allar stöður, stjórnarstöður, dómarastöð-
ur, kennarastöður með kosningu á grundvelli allmenns kosninga-
réttar allra hlutaðeiganda, og þannig að þessir sömu hlutaðeig-
endur gátu afturkallað kosninguna hvenær, sem var. Og í öðru
lagi greiddi hún fyrir öll störf, há sem lág, aðeins sömu laun og
aðrir verkamenn fengu. Hæstu laun, sem hún greiddi voru 6000
frankar. Þar með var algerlega loku skotið fyrir allt kapphlaup
um embætti, jafnvel þótt kjörbréf fulltrúanna í fulltrúasamkom-
unum hefðu ekki verið skilorðsbundin, sem þau þó voru til frek-
ari tryggingar."
í framhaldi af þessu ræðir Lenín hvernig sósíalisminn einn
getur tryggt raunverulegt lýðræði og skapað skilyrði fyrir því að
losna við ríkisvaldið:
„Því að til þess að afnema ríkið er nauðsynlegt, að breyta
störfum þess í svo einföld eftirlits- og bókunarstörf, að yfirgnæf-
andi meirihluti þjóðarinnar og síðar meir þjóðin öll sé fær um
að leysa þau af hendi. Og fullkomin útrýming á kapphlaupinu
um embættin er því aðeins mögulegt, að „virðingarstöður," enda
þótt þær gefi ekkert af sér, verði ekki notaðar sem stökkpallur
til þess að komast úr þjónustu ríkisins í hálaunaðar stöður hjá
bönkum og hlutafélögum, eins og alltaf á sér stað í auðvalds-
löndunum, hversu frjáls sem þau eru".
Þjóðfélag á fyrsta stigi sósíalismans er undir sömu sökina selt,
ef virðingarstöður geta orðið stökkpallur fyrir hálaunaðar stöður.
A því þróunarstigi, sem Sovétríkin hafa verið á allt fram til
þessa dags, er mikill launamismunur nauðsynlegur. Einkum varð
ekki hjá honum komizt á því tímabili, sem Sovétríkjunum var