Réttur - 01.01.1957, Page 82
82
RÉTTUR
beinlínis lífsnauðsyn að einbeita öllum kröftum að aukningu
framleiðslunnar. En svo gífurlegur launamismunur var vissulega
ill nauðsyn og í kjölfar hans sigldu eigi litlar hættur. Það var
erfitt að halda þeirri reglu að greiða flokksmönnum í opinberu
starfi jöfn laun og lág að fyrirmynd Parísarkommúnunnar, með-
an aðrir, sem leystu verðminni vinnu af hendi, gátu komizt upp
í mjög há laun. Enda eru launakjör opinberra starfsmanna í Sov-
étríkjunum harla ólík hugmyndum Leníns og kommúnardanna í
París. Það kann að vera að laun starfsmanna ríkisins séu ekki há,
borið saman við suma aðra, sem leysa mjög verðmætt starf af
hendi. En mér virðist ekki ástæðulaust að spyrja: Var ekki unnt
að fara varlegar í sakirnar í þessu efni? Hafa hin tiltölulega háu
laun opinberra starfsmanna í æðri stöðum ekki átt sinn ríka
þátt í því að lyfta undir skrifstofuveldið, hinn mikla bölvald í
þjóðskipulagi Sovétríkjanna fyrr og síðar, og einangra þá, sem
með embætti og völd fara frá fólkinu? Orðið þannig til þess að
takmarka þann þátt lýðræðisins, sem mest er um vert í ríki verka-
manna og bænda: virka þátttöku hins vinnandi fólks í öllum
stjórnarstörfum á öllum sviðum þjóðlífsins og vakandi eftirlit
með trúnaðarmönnum sínum?
Þegar eftirlit fólksins slappast, verður fangaráðið að leysa vand-
ann rneð stjórnarráðstöfunum og fyrirskipunum ofan frá. Þannig
þróast embættismannavaldið, vald toppsins, þar sem hættan á
handahófi og misbeitingu valds er á hverju leiti.
í ályktún þeirri, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, er
rætt um hina feiknarlegu örðugleika, sem Kommúnistaflokkur
Sovétríkjanna átti við að stríða, ekki aðeins í fangbrögðum sín-
um við ofurefli ódulbúinna f jandmanna, heldur og hin innri vand-
kvæði hans. Það er auðvelt fyrir okkur, sem álengdar stöndum, að
kasta steini að þessum flokki, sem sigrazt hefur á öllum þessum
erfiðleikum. En það er ekki drengilegt. Hitt er okkur hin mesta
nauðsyn, að skilja aðstæður hans í þessari þrekraun og læra af