Réttur - 01.01.1957, Page 83
RÉTTUR
83
reynslu hans, jafnt af því, sem vel hefur tekizt og hinu, sem
miður hefur farið.
I sögu flokksins rekur hvert samsærið annað. 1917 stofnaði
samsæri þeirra Sinojeffs og Kameneffs sigri byltingarinnar í voða.
Þeir ljóstuðu upp um fyrirætlanir flokksins um vopnaða uppreisn
í blöðum andstæðinganna. Þess gerist ekki þörf að rekja söguna
síðan, samsæri trotzkista, Sinojeffista, hægri manna o. s. frv. Þetta
er baksvið hinnar miklu tortryggni, sem Stalín er sakaður um.
Andrúmsloft leynisamtaka virðist hafa truflað mjög eðlilegt starf
flokksins allt fram til síðustu ára.
Hverjar eru nú ástæðurnar? Hvernig er hægt að skýra þetta
ástand? Ekki verður fram hjá því gengið, að þessar starfsaðferðir
eiga sér djúpar rætur í rússneskri sögu og erfðavenjum. Sósíaliskt
þjóðfélag, sem sprottið er upp úr stéttaþjóðfélagi, er aldrei hefur
komizt í kynni við lýðræði, hlýtur að bera þess menjar. Rússneska
þjóðin var þjálfuð í samsærum og neðanjarðarstarfsemi. Hún átti
ekki völ þeirra baráttuaðferða, sem tíðkast með þjóðum, sem
búa við nokkurt lýðræði. Hitt var þó aðalatriðið, að ríkisvald
verkalýðs og bænda gat ekki gefið fjandmönnum sínum nokk-
urt olnbogarúm til starfsemi sinnar. Með framferði sínu sagði
hin forna arðránssétt sig úr lögum við hið unga alþýðuríki. Svo fór
að ekki var hægt að leyfa nema einn flokk í landinu, Kommún-
istaflokkinn. Af þessu leiddi, að fjandmennirnir reyndu að komast
inn í Kommúnistaflokkinn til þess að vinna honum og ríkinu
tjón. Við þessar aðstæður hlaut Kommúnistaflokkurinn að verða
helzti vettvangur fyrir rökræður og skoðanaágreining um stjórn-
mál. Þarna var erfitt að sigla milli skers og báru. Að öðru leytinu
var nauðsynlegt að kveða niður og koma í veg fyrir öll refjabrögð
stéttarandstæðinganna. Vitneskjan um að þeir gátu leynzt í hverj-
um krók og kima og búið undir hverskonar gervum, setti einatt
sinn brag á flokkslífið. Menn töluðu ekki eins opinskátt um ýmsa
hluti og ella, fóru varlegar og hætti einatt við, að sjá stéttarand-