Réttur - 01.01.1957, Page 86
86
RÉTTUR
hann sagði, að stefna bæri að því að gera hverja eldabusku færa
um að stjórna ríkinu.
Nú er vissulega hægara um að tala en í að komast. Grimmt og
miskunnarlaust stéttastríð hefur geysað alla stund síðan ráðstjórn-
in tók við völdum, næstum f jörutíu ára stríð, og ýmist barizt með
vopnum eða án vopna. Friðurinn hefur verið eins og hlé milli
styrjalda. Einbeitingin hefur verið Sovétríkjunum lífsnauðsyn og
hlaut að setja mark sitt á þjóðfélagið, öll skipulagsmál þess, hug-
arfar þjóðarinnar og menningarlíf. Þeir sem ekki skilja þetta og
fella dóma sína út frá einhverjum „algildum" sjónarmiðum og
meginreglum eru blindir á sögulegan veruleika. Það var óhjá-
kvæmilegt að greiða stéttarandstæðingnum þung högg, hvar sem
hann lét á sér bæra, hvort heldur var í kommúnistaflokknum eða
annarsstaðar, hvort sem hann var grímulaus eða tók á sig gervi
vinarins. Þetta hlaut að takmarka eigi lítið olnbogarými þeirr-
ar baráttu milli skoðanalegra andstæðna, sem er ekki aðeins
æskileg í sósíalisku þjóðfélagi heldur og einn nauðsynlegasti þátt-
urinn í lífi þess. í stríði er aldrei hægt að gefa neina örugga trygg-
ingu fyrir því að höggin, sem greiða á andstæðingunum, komi
ekki niður á röngum stað og að valdi sé ekki misbeitt af misjöfn-
um og misvitrum herforingjum. Sama gildir um tíma miskunn-
arlauss stéttastríðs, jafnvel þó að svo eigi að heita að stund sé
milli stríða. En oft hefur manni fundizt skammt öfganna á milli
hjá rússnesku félögunum. Þetta hefur verið eins og risaglíma, þar
sem þeim, er á horfa, hefur stundum fundizt skorta nokkuð á
fimleik, þrátt fyrir snilldarbrögð.
Til þess að forustuflokkur verkalýðsins geti verið vandanum
vaxinn, þegar mest á reynir, þarf hann að hafa öll þau einkenni,
sem Lenín hefur svo snilldarlega gert grein fyrir. Þar má hvorki
skorta á miðstjórnarvald og samheldni, né lýðræði og tengsl við
fjöldahn. Þegar hið virka lýðræði slappast, skrifstofuveldi, hags-
muna- og valdastreita nær að þróast og forustan einangrast frá
fjöldanum, er voðinn vís. Það er engu minni háski fyrir bylting-