Réttur - 01.01.1957, Page 88
88
RÉTTUR
löndum, sem kennd eru við vestrið, niður í hið dýpsta siðleysi, svo
að það ógnar tilveru mannkynsins. Milljónafjárdráttur, mútur og
réttarmorð eru daglegt brauð, svo að menn hafa næstum glatað
hæfileikanum til að hneykslast á slíku, þegar það gerist í auð-
valdsþjóðfélagi. Jafnvel kjarnorkuárásirnar á Hirosima og Naga-
saki, sýklahernaðurinn í Kóreu og ógnanirnar um að leggja stór-
borgir Austurevrópu og Kína í rústir með vetnissprengjum virð-
ast koma tiltölulega litlu róti á hugi þess fólks, sem ekki er bein-
línis fórnarlömb þessarar siðfræði. Þegar dagblöð þessa friðsama
lands, sem við byggjum, hikuðu ekki við að mæla með kjarnorku-
hernaði meðan Bandaríkin ein gátu framleitt sprengjurnar, þá
var það vissulega ískyggilegt tímanna tákn. Forsvarsmenn auð-
valdsins geta ekki grafizt fyrir rætur meinanna í þjóðfélagi sínu,
því að það væri sama og að dæma það til dauða.
Sósíalistar hljóta hinsvegar að leggja megináherzlu á að graf-
ist fyrir rætur meinanna í þjóðfélagi sínu. „Af skaða vér nemum
hin nýtustu ráð". Réttur skilningur á barnasjúkdómum þess þjóð-
félags, sem á lífið fyrir höndum, verður upphaf nýrra sigra og
nýrra framfara eftir leiðum sósíalismans.
Hér skilur milli feigs og ófeigs.