Réttur - 01.01.1957, Page 90
90
RÉTTUR
heimsstyrjaldarinnar. Kommúnistaflokkurinn var að sjálfsögðu
bannaður allan þann tíma og starfandi félögum hans varpað í
dýflissu eða þeir teknir af lífi, hvenær sem til þeirra náðist.
Ríkisstjórn Hortys gerðist bandamaður Mussolínis og síðar
Hitlers. Árið 1941 réðist Ungverjaland á Sovétríkin við hlið
þýzku herjanna.
I árslok 1944 tók Rauði herinn höfuðborg landsins, Búdapest.
Þar með var bundinn endi á ógnarstjórn ungverska fasismans.
Ungverskri alþýðu voru aftur afhent völdin í landinu.
En samtök ungverskrar alþýðu voru í rústum eftir langa
áþján. Talið er að í Kommúnistaflokknum hafi aðeins verið 4000
manns, er hann var leyfður að nýju. Eftir að vald fasismans hafði
verið brotið á bak aftur af erlendum her, fóru flokkar með
sundurleitar skoðanir með stjórn landsins. Það var barizt um
stefnuna, barizt um það hvort Ungverjaland skyldi vera borg-
aralegt auðvaldsríki eða hverfa inn á brautir sósíalismans. Það
var keppt ákaft um fylgi verkamanna og bænda. í fyrstu var
fylgi Kommúnistaflokksins lítið, en í kosningunum árið 1947
kom í ljós að fylgi hans hafði aukizt gífurlega. Þetta varð til
þess að kommúnistaflokkurinn og flokkur sósíaldemókrata voru
sameinaðir í einn verkalýðsflokk árið 1948.
Eftir að verkalýðsflokkurinn hafði eflst svo mjög og forusta
hans viðurkennd af þjóðinni og samstarfsflokkunum, var leiðin
ákveðin, leið sósíalismans. Á fáum árum var unnið þrekvirki,
sem fór fram úr hinum djörfustu vonum manna. Það tókst
að auka svo iðnaðarframleiðsluna á einum áratug, að hún var
orðin þremur og hálfum sinnum meiri en fyrir stríð. Jafnframt
hafði landbúnaðarframleiðslan aukizt nokkuð. Kjör hins vinn-
andi fólks fóru stórum batnandi, svo að talið er að í lok fyrstu
þriggja ára áætlunarinnar um áramótin 1949—1950 hafi þau
verið um 40% betri en fyrir stríð.
Þetta var mikið átak í frumstæðu landbúnaðarlandi, eins og
Ungverjalandi, með mjög óþroskuðum iðnaði. Kalda stríðið og