Réttur - 01.01.1957, Page 91
RÉTTUR
91
ógnanir auðvaldsríkjanna hafa neytt sósíalisku löndin til þess að
einbeita kröftum sínum að eflingu þungaiðnaðarins. Þetta er
mikið álag á fólkið í þessum löndum, sem verður að neita sér
um margvísleg lífsgæði til þess að geta eflt svo iðnaðarmátt
sinn og vopnabúnað að unnt verði að bjóða öllum auðvalds-
heiminum byrginn og tryggja sigur sósíalismans. í þessu hefur
mestur þungi hvílt á þjóðum Sovétríkjanna. Forustumenn ung-
verska Verkalýðsflokksins vildu ekki að hlutur þjóðar sinnar
skyldi eftir liggja. En síðustu árin hefur komið í ljós, að þarna
hafa þeir reist sér hurðarás um öxl. Eftir 1950 varð stöðnun
í lífskjörum þjóðarinnar, samfara gífurlegri fjárfestingu í stór-
um fyrirtækjum, sem var þungt fyrir smáþjóð að rísa undir,
einkum þegar þess er gætt, að stundum var ráðizt í þessar stór-
framkvæmdír af lítilli fyrirhyggju og í litlu samræmi við efna-
hagsskilyrði landsins. Þar við bættist að framkvæmd þjóðnýt-
ingarinnar var meira af kappi en forsjá. Var hún látin ná til
smáfyrirtækja, sem höfðu fleiri menn en tíu í þjónustu sinni,
en með því gerðu stjórnarvöldin hvorttveggja í senn, að afla
sér margra fjandmanna og binda hinum þjóðnýtta iðnaði þung-
ar byrðar meðan byrjunarörðugleikarnir voru mestir.
Skylt er að geta þess að árið 1953 var gerð nokkur breyting
á. Dregið var úr hinni miklu fjárfestingu og einkarekstri í smá-
um stíl gefið nokkru meira olnbogarými, einkum í landbúnaði.
Samkvæmt því sem segir í efnahagsyfirliti Sameinuðu þjóðanna,
hafði þetta í för með sér, að kjör almennings tóku aftur að
batna.
Sósíalisminn hefur því fært alþýðu Ungverjalands, verka-
mönnum og bændum, miklar hagsbætur. Undir forustu Verka-
lýðsflokksins hafa orðið framfarir, sem ekki eiga sinn líka í
sögu landsins. Hinsvegar hefur forusta flokksins gert sig seka
um mörg og stór mistök síðustu árin. Mistökin í efnahagsmál-
unum voru að sjálfsögðu mjög þung á metunum. En þar við
bættust önnur glöp, enn alvarlegri. Upp úr hinum fámenna