Réttur - 01.01.1957, Page 92
92
BÉTTUR
Kommúnistaflokki og vinstra armi sósíaldemókrata var nú ris-
inn flokkur, sem taldi 900.000 félaga. Flokkurinn var lengst af
að heita má opinn fyrir hverjum sem var. Það lætur að líkum
að allur fjöldinn af þessum nýju flokksmönnum hefur haft held-
ur lélega marxiska skólun. Hitt er þó verra, að við slíkar að-
stæður gat varla hjá því farið, að fjöldi framasjúkra manna
þyrptist í flokkinn og að andstæðingarnir notuðu tækifærið til
þess að koma þar ár sinni fyrir borð. I slíkum flokki er hætt
við að næstum óskorað miðstjórnarvald komi í stað hins virka
flokkslýðræðis, sem aftur verður upphaf að flokkadráttum og
leynimakki, en tortryggni hlýtur að grafa um sig. Enda varð
sú raunin á. Forustumenn flokksins og ríkisstjórnin slitnuðu mjög
úr tengslum við alþýðu landsins.
Til þessa ástands má rekja margar villur og mistök síðustu
ára. Talið er að alvarlegar réttaryfirtroðslur hafi átt sér stað,
ósamrýmanlegar anda hins sósíaliska réttarfars. Hörmulegasta
dæmið er þó Rajk-málið svokallaða, en Laszlo Rajk, sem var
einn af forustumönnum Kommúnistaflokksins og ráðherra um
skeið, var sakaður um landráð og njósnir, dæmdur til dauða og
líflátinn árið 1949. En skömmu eftir 20. þing kommúnista-
flokks Sovétríkjanna lýsti foringi flokksins, Rakosi, yfir því, að
athugun málsins hefði leitt í Ijós, að Rajk hefði verið dæmdur
saklaus og var honum veitt uppreisn æru með mikilli viðhöfn.
Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað hér hefur gerzt
í raun og veru. Réttarhöldin gegn Rejk og félögum hans voru
opinber, það mátti segja að framburður sakborninga og vitna-
leiðslur færu fram í áheyrn allrar varaldar. Nákvæmar gerðar-
bækur réttarhaldanna voru prentaðar, þýddar á margar þjóð-
tungur og aðgengilegar öllum. Hinsvegar var engin ný opinber
rannsókn látin fara fram í málinu. Það var aðeins ætlazt til
að yfirlýsingum stjórnarvaldanna yrði trúað. Hvernig var nú
hægt að hreyfa slíku máli á ný, án þess að ýtarleg rannsókn
væri látin fara fram fyrir opnum tjöldum og hinir seku látnir