Réttur - 01.01.1957, Page 96
96
RÉTTUR
að undirbúningi gagnbyltingarinnar samkvæmt fyrirfram gerðri
áætlun og fyrirmælum yfirboðara sinna handan landamæranna.
Ungversku gagnbyltingaröflin og erlendir bandamenn þeirra
biðu tækifæris.
Og tækifærið kom. Mikil óánægja hafði magnazt meðal al-
mennings með forustu Verkalýðsflokksins, og traust á flokknum
hafði dvínað mjög. Við þetta bættist að sumir sósíalistar, sem
voru í andstöðu við stefnu flokksstjórnarinnar, svo sem Nagy
og nánustu félagar hans, sýndu mikið ábyrgðarleysi. I stað þess
að leggja áherzlu á að koma málum sínum fram eftir flokks-
legum leiðum, tóku þeir í rauninni höndum saman við and-
sósíalisk öfl í áróðri sínum, láðist að haga baráttu sinni þannig,
að heildarsjónarmið verkalýðsstéttarinnar og hinnar sósíalísku
byltingar væru látin sitja í fyrirrúmi. Þetta var því saknæmara
sem Nagy naut mikilla vinsælda.
Það vantaði ekki að stjórn Verkalýðsflokksins og ríkisstjórnin
viðurkenndu ýms mistök sín og hefðu á prjónunum fyrirætlanir
um nýja og betri starfsháttu. En það þótti ganga seint og tor-
tryggnin virðist hafa verið orðin of mögnuð til þess að fólk
léti sér nægja minna en mannaskipti. Rakosi hafði látið af
störfum, en að öðru leyti mátti segja að allt sæti við hið sama.
í október voru mikil fundarhöld í höfuðborginni, þar sem
bornar voru fram ýmsar kröfur. Kenndi þar margra grasa, en
flestar voru kröfurnar þó um aukin lýðréttindi.
23. október var farin mikil kröfuganga í Búdapest. Fyrir
henni stóð svokallaður Petöfiklúbbur, félagsskapur mennta-
manna. í kröfugöngunni bar mest á stúdentum, ungum mennta-
mönnum og öðru millistéttarfólki. Þess var krafizt að Gerö viki
úr embætti, sem framkvæmdastjóri Verkalýðsflokksins og að
Imre Nagy myndaði nýja ríkisstjórn. Að öðru leyti voru kröf-
urnar um aukin lýðréttindi, minni skriffinnsku og minni eftir-
hermur eftir rússneskum venjum. M. a. var þess krafizt að
rússneska skyldi ekki lengur vera skyldunámsgrein í skólum.