Réttur - 01.01.1957, Síða 100
100
RÉTTUR
„Það er sannfæring mín, að á þessari sögulegu stund, sé eina
ráðið til þess að tryggja heimsfriðinn, að taka a sig áhættu njrrar
heimsstyrjaldar."
Meðan afturhaldið hafði undirtökin í Ungverjalandi og rík-
isstjórnin var eins og fangi þess, ríkti svo hryllileg ógnaröld í
borgum landsins, að ekki verður líkt við annað en blóðveldi
Hortys eftir sigur ungverska fasismans 1919. Það var sýnilega
einn liðurinn í áætlun gagnbyltingarmanna að myrða alla leið-
toga og trúnaðarmenn verkalýðsins, er orðið gætu Þrándur í Götu
þess, alla þá kommúnista og sósíalista er til næðist og líklegir væru
til þess að taka forustu á hendur. Svo er að sjá, að skrá hafi verið
gerð yfir þá menn, sem ákveðið var að myrða, og voru þeir eltir
uppi, gerð að þeim skipulögð leit og myrtir þegar til þeirra náðist.
Að sjálfsögðu er erfitt að komast að raun um hve margir voru
myrtir á þennan hátt þessa daga, en ekki verður dregið í efa,
að þeir skiptu hundruðum. Alls létu um 1800 manns lífið í Búda-
pest, eftir því sem næst verður komizt, samkvæmt skýrslum stjórn-
arvaldanna. Stundum voru menn einfaldlega skotnir, en algengasta
aðferðin var að hengja menn í tré og ljósastaura, oft þannig að
höfuðið vissi niður. Sumir voru beinlínis barðir í hel og margar
frásagnir eru af því, að menn hafi verið brenndir, eftir að helt
hafði verið yfir þá steinolíu. Grimmdaræði þessara mannaveiðara
var svo mikið, að maður mundi kynoka sér við að trúa, ef ekki
bæri saman vitnisburði fjölda sjónarvotta, þar á meðal fjölmargra
fréttaritara með hinar ólíkustu stjórnmálaskoðanir. Slíkar frá-
sagnir má lesa í mörgum borgarablöðum Evrópu og Ameríku
frá þeim tíma. Skulu hér aðeins nefnd eftirfarandi dæmi:
Bandaríska stórblaðið „New-York Herald Tribune" skýrir svo
frá (1. nóv. 1956):
„Sjálfráður óaldarlýður veður uppi í Búdapest. An þess að
nokkur aftri þeim, fara þeir í veiðiferðir eftir kommúnistum og
starfsmönnum öryggisstofnananna, er sloppið hafa við að lenda
í gálganum."