Réttur - 01.01.1957, Page 102
102
RÉTTUR
stofuveldi fyrri ára, en aukinn skyldi hlutur verkamanna í stjórn
fyrirtækja og á öllum sviðum þjóðlífsins. En meginverkefni stjórn-
arinnar var að vernda hið sósíaliska skipulag og sækja fram til
nýrra sigra eftir leiðum sósíalismans.
Það var ekki seinna vænna. Ógnaröld og fullkomið stjórnleysi
ríkti í landinu og fasistar höfðu náð undirtökum. Það var starfað
að því að útrýma öllum virkum sósíalistum Ungverjalands, sem
til náðist. Þúsundum, jafnvel tugþúsundum var bjargað frá bráð-
um dauða. Minzenty kardínáli hafði haldið útvarpsræðu og boð-
að afturhvarf til kapítalismans og hins fyrra réttarfars ( þ. e. rétt-
arfars Hortyfasismans). Afturhaldið var að taka völdin í landinu.
Nú munu margir spyrja hvaða skýring sé á því, að ungverska
afturhaldið skyldi dirfast að leggja út í slíkt ævintýri, jafn von-
laust fyrirtæki, sem það virtist vera. Aður hefur þess verið getið,
að uppreisnin var ekki aðeins undirbúin í Ungverjalandi sjálfu,
heldur líka erlendis. Ekki er minnsti efi á því, að gagnbyltingar-
mönnum hefur verið heitið erlendri hernaðaraðstoð og á hana
hafa þeir treyst. Til landsins voru sendar miklar birgðir af vopn-
um og nokkur mannafli vel vopnum búinn, meðan á uppreisn-
inni stóð. Barst þessi aðstoð bæði um austurrísku landamærin,
sem lengi vel voru opin í raun og veru og líka flugleiðis. Dæmi
voru til þess að niðursuðudósir merktar Rauða krossinum reyndust
fullar af skotfærum. En slíkt hlaut samt sem áður að duga skammt,
ef rússneski herinn léti til sín taka. Útvarpsstöð Bandaríkjanna í
Vesturþýzkalandi „Frjáls Evrópa'', lýsti yfir því að Vesturveldin
hefðu ákveðið vopnaða íhlutun í Ungverjalandi, ef á þyrfti að
halda. Þetta vakti ekki svo litla hneykslun, þegar sýnt var að það
var blekking ein, borin fram í þeim tilgangi að æsa til blóðugrar
borgarastyrjaldar. Frjálsi lýðræðisflokkurinn í Vesturþýzkalandi
krafðist þess, að starfsemi „Frjálsrar Evrópu" yrði rannsökuð og
jafnvel stjórn Adenauers treystist ekki að vísa þeirri kröfu með
öllu á bug.