Réttur - 01.01.1957, Page 103
RÉTTUR
103
Þegar rússneski herinn skakkaði leikinn í seinna skiptið, sendu
uppreisnarmenn frá sér eftirfarandi neyðarkall:
„Vér þurfum samstundis á hjálp að halda. Vér biðjum Banda-
ríkin að setja Rússum úrslitakosti. Vér biðjum þess, að fallhlífar-
sveitir verði sendar til Dónárdalsins."
í ávarpi sínu sagði Minzenty kardínáli:
„Vér þurfum á skjótum og árangursríkum ráðstöfunum að
halda. Of mikið hefur verið um atkvæðagreiðslur og ræður. Nú
þörfnumst vér verka."
Og Istvan Bibo, ráðherra í stjórn Nagys, sneri sér til banda-
ríska sendiráðsins og kvað nauðsynlegt að hætta á heimsstríð.
Sýnilegt er að uppreisnarmönnum hefur verið lofað erlendri
hernaðaraðstoð, beinni vopnaðri íhlutun. Það mun ekki hafa verið
ætlunin að veita hana. En í hinu kaldrifjaða tafli heimsstjórnmál-
anna þurftu stórveldin í vestri á ungversku blóðbaði að halda.
Þess hefur ungverska þjóðin orðið að gjalda. Það kom sér einstak-
lega vel, að atburðirnir í Ungverjalandi skyldu gerast samtímis
árásinni á Egyptaland.
Það sem þó er mest um vert fyrir sósíalista, er að gera sér
grein fyrir ástæðum þess, að afturhaldið skyldi nokkurntíma
fá þetta tækifæri. Ekki er minnsti vafi á því að þar voru hin
miklu mistök ungverska Verkalýðsflokksins þyngst á metunum
og hefur verið reynt að rekja það mál í stórum dráttum. En
einnig eftir að uppreisnin hófst rekur hvert glappaskotið annað.
Að kvöldi hins 23. okt. hélt Gerö ræðu. Hann lofaði að vísu að
bæta fyrir gömul brot og vinna að lýðræðislegra stjórnarfari og
bættum lífskjörum. Samt mun ræðan ekki hafa orðið til þess að
lægja ólguna, heldur magnað hana og því er haldið fram að hún
hafi orkað sem ögrun á æskufólkið, er þátt tók í atburðum dags-
ins. Þegar sovétherinn var kvaddur á vettvang í upphafi, var
það eins og að hella olíu í eld. Ef allt hefði verið með felldu, gagn-
kvæmt traust milli ríkisstjórnarinnar og hins vinnandi fólks og