Réttur - 01.01.1957, Page 105
RETTUR
105
gerður og eftir að hið fasiska einræði hefði fest sig í sessi mundi
varla hafa liðið á löngu áður en herstöðvum erlendra auðvalds-
rikja hefði verið komið upp í landinu, þrátt fyrir allar fullyrð-
ingar Nagystjórnarinnar um að Ungverjaland skyldi verða hlut-
laust ríki. Landið hefði verið gert að víghreiðri afturhaldsins,
fleygur hefði verið rekinn inn í hina sósíalisku ríkjablökk. Aftur-
haldinu hefði verið gefinn byr undir báða vængi. Ekki er hægt
að hugsa sér meiri fjarstæðu en að afskiptaleysi sovéthersins hefði
tryggt hlutleysi og sjálfstæði Ungverjalands, sparað mannslíf og
dregið úr stríðshættunni. Hitt er deginum ljósara að stríðshættan
hefði stóraukizt og óbærilegar þjáningar hefðu verið leiddar yfir
ungversku þjóðina. Slík afstaða sovétstjórnarinnar hefði orðið
afturhaldsmönnum og fasistum Þýzkalands ekki lítil hvatning
til þess að láta til skarar skríða um fyrirætlanir sínar og efna til
borgarastyrjaldar með þátttöku vesturþýzkra hersveita x trausti
þess að Sovétríkin teldu sig þess ekki umkomin að taka í taumana.
Um þetta atriði ritar borgarablaðið „Deutsche Volkszeitung" á
þessa leið (10. nóv. 1956):
„Það gat ekki farið fram hjá neinum, sem fylgdist með at-
burðunum í Ungverjalandi, að uppreisnin þróaðist æ meir í
hryllilega, ofstækisfulla mannaslátrun. Án efa var sú hætta fyrir
hendi, að uppreisnin breiddist út til annarra landa Austurevrópu,
sem hefði getað leitt til þess, að í stað hlutlauss svæðis hefði
komið hringur umhverfis ríki ráðstjórnarinnar, þar sem allt hefði
staðið í ljósum loga stjórnleysis og borgarastríðs, en úr því hefði
vel getað orðið sá neisti, sem kveikt hefði bál þriðju heimsstyrj-
aldarinnar."
Þegar sovétherinn kom í veg fyrir þessi áform, gerði hann ekki
annað en skyldu sína. Það var að vísu óljúft skylduverk. En ef
hann hefði brugðizt þeirri skyldu, mundi hann hafa hlotið mikið
ámæli og verðskuldað það.
Hitt er annað mál, að þjóðfélagsvandamál Ungverjalands voru
jafn óleyst eftir sem áður og enginn leysir þann hnút nema Ung-