Réttur - 01.01.1957, Page 106
106
RETTUR
verjar sjálfir. Alþýða landsins á nú þunga reynslutíð fyrir höndum
og þau sár, sem hún hefur hlotið, bæði í efnahagslegum og and-
legum skilningi, þurfa tíma til að gróa. Það er hinsvegar engin
ástæða til að efast um að hún muni reynast hlutverki sínu vaxin
og búa yfir þeim innri styrk, sem dugar henni til þess að skapa
sósíaliskt þjóðfélag í landi sínu eftir eigin leiðum.
Reynslan hefur þegar sýnt að endurreisnin gengur hraðar, en
jafnvel beztu vonir manna stóðu til. Enn hefur að vísu ekki
tekizt að bæta allt það tjón, sem hin mikla ringulreið olli,
og á þessu ári mun fjárfesting verða mjög lítil. En framleiðslan
er óðum að færast í eðlilegt horf og sumstaðar er jafnvel um
framför að ræða. Enginn hörgull er á nauðsynjavörum almenn-
ings og verðlag stöðugt. Samkvæmt því sem segir í hagskýrslum
landsins voru vinnulaun 30% hærri í janúar s.l. en á sama tíma
í fyrra. Þennan skjóta árangur eiga Ungverjar þó ekki sízt að
þakka mikilli hjálp, sem þeir hafa fengið frá Sovétríkjunum og
alþýðulýðveldunum.
★
Það var eðlilegt að andstæðingarnir trylltust þegar fyrirætlanir
þeirra voru að engu gerðar. Hitt tekur mann sárar þegar sósíal-
istar og vinir Sovétríkjanna taka að nokkru leyti í sama streng.
Ég held að mótmæli heiðarlegra manna gegn íhlutun sovéthers-
ins í síðara skiptið byggist á miklum misskilningi. Því var mjög
haidið á loft, að öll íhlutun erlendra aðila sé andstæð megin-
reglum sósíalismans og beri því jafnan að fordæma hana. Þetta
leyfi ég mér að kalla bókstafstrú. Um þetta atriði farast Lenín svo
orð í riti sínu „Oreigabyltingin og liðhlaupinn Kautsky'':
„Sósíalisminn er andvígur því að þjóðir séu beittar ofbeldi.
Ekki verður því neitað. En sósíalisminn er yfirleitt andvígur því
að menn séu beittir valdi. Að undanteknum kristilegum anar-
kistum og Tolstoysinnum hefur hinsvegar enginn leitt af því þá