Réttur - 01.01.1957, Síða 108
108
R É T T U R
til og alþjóðaástandið hefði leyft? Hefði það brotið í bága við
hugsjón sósíalismans að koma í veg fyrir að blóðveldi fasismans
sigraði í þessum löndum, enda þótt til þess þyrfti erlenda ihlutun?
Hingað til hafa sósíalistar harmað það mjög, að ekki skyldi vera
unnt að veita ungversku alþýðunni og spönsku alþýðunni þá að-
stoð erlendis frá er dygði á árunum 1919 og 1936. Hversvegna
átti þá að láta það afskiptalaust að fasisminn tæki völdin í
Ungverjalandi 1956? Einhver mundi ef til vill vilja halda því
fram, að 1956 hafi ekki verið um íhlutun að ræða frá auðvalds-
ríkjunum. Fjarri fer því, að sú staðhæfing sé rétt. Um hitt eru
nægar sannanir, að erlent auðvald hlutaðist til um málefni Ung-
verjalands, svo sem styrkleikahlutföllin í heiminum framast leyfðu.
Þá er því haldið fram að alþýða Ungverjalands hafi verið í upp-
reisn. Rétt er það, að alþýðan reis upp gegn ákveðnum mönnum
og ákveðnum misfellum í stjórnarfarinu. En hún krafðist þess,
að hinn sósaliski árangur yrði varðveittur og áfram yrði haldið
eftir leiðum sósíalismans. Þessvegna voru sósíaliskar kröfur hafð-
ar á oddinum, einnig eftir að afturhaldið hafði tekið forustuna
og snúið mótmælum fólksins upp í blóðuga borgarastyrjöld.
Sama bardagaaðferðin var notuð í Kronstadt-uppreisninni í Rúss-
landi 1921. Krafan var þá: Sósíalismi og ráðstjórn án bolsjevikka.
Þetta virðist vera sú bardagaaðferð, sem afturhaldssamir uppreisn-
armenn nota ævinlega í sósíalisku landi. Sýnir það hinn mikla
styrk sósíalismans. í sósíalísku landi er örvænt um fylgi fólksins,
nema sósíalisk kjörorð séu höfð að yfirvarpi. Samt voru hinir víg-
reifu ungversku „byltingamenn" svo veiðibráðir að þeir gátu ekki
með öllu dulið tilfinningar sínar og fyrirætlanir meðan þeir höfðu
ekki enn tryggt sér völdin. Háværar landakröfur á hendur sósíal-
ísku nágrannaríkjunum voru bornar fram. Það var þó ekki fyrr
en á síðasta stigi uppreisnarinnar, þegar fasistar þóttust hafa öll
ráð í hendi sér, sem þeir opnuðu hjarta sitt. Minzenty kardínáli
krafðist þess í útvarpsræðu að hið fyrra kapítaliska skipulag yrði
tekið upp og stærsti landeigandi hins fasiska Ungverjalands,