Réttur - 01.01.1957, Page 113
RÉTTUR
113
stundarhagsmuna, þessi barátta og eftirsókn eftir augnabliksár-
angri, án tillits til síðari afleiðinga, þessi fórnun framtíðar hreyf-
ingarinnar fyrir nútíð hennar sé allt í „beztu meiningu'' gert, en
hentistefna er og verður það, og hentistefna „í beztu meiningu" er
ef til vill sú hættulegasta".
í Sósíalistaflokknum kom þessi spurning mjög til umræðu í
Finnagaldrinum, sællar minningar. Að loknum umræðum fór ég
um þetta nokkrum orðum í framsöguræðu á flokksþingi á þessa
leið:
„Flokksdeilan í vetur sýndi hversu fáránlegar hugmyndir menn
geta gert sér um pólitísk kænskubrögð, sem þeir vilja kalla bar-
áttuaðferð og stjórnlist. Það voru til ágætir flokksmenn, sem
skildu vel, að við höfðum rétt fyrir okkur í Finnagaldrinum, en
vildu samt láta okkur sveigja undan og lýsa yfir samúð með
finnsku stjórninni gegn betri vitund, til þess að vernda einingu
flokksins. Byrja síðan að skýra málið hægt og rólega, þegar
hryðjan væri liðin hjá. Afleiðingin af þessu hefði raunar orðið
hrun í flokknum, hann hefði algerlega misst traust sinna beztu
manna, en fulltrúar Bretavináttunnar orðið ofan á og hrósað
sigri. Það hefði engin leið verið til að snúa aftur, eins og þessir
félagar hugsuðu sér. Fíryðjan hefði aldrei liðið hjá í þeim skilningi,
að stuðningsmenn brezku stórveldastefnunnar hefðu getað átt
aftur samleið með íslenzkum sósíalistum. Klofningnum hefði því
ekki verið afstýrt, en tjón flokksins orðið meira. Hins vegar sjá
nú allir, að leiðin, sem meirihluti flokksstjórnarinnar fór, var sú
eina rétta og hefur orðið til mikilla farsælda fyrir flokkinn. Hugs-
unarháttur eins og sá, sem þessi „baráttuaðferð" á rót sína að rekja
til, byggist á því að menn hafa ekki gert sér ljóst eðli flokks okk-
ar. Flokksforusta í sósíalistaflokki má aldrei tala gegn betri vit-
und, aldrei reyna að „plata" félaga og fylgismenn sína. Hennar
verkefni er að ala þá upp til að skilja hlutina til fullnustu. Án
slíks flokks meðvitandi sósíalista, sem ekki láta blekkja sig, er
ekki hægt að vinna sigur yfir auðvaldinu. Hver sá flokkur, sem