Réttur - 01.01.1957, Page 114
114
RÉTTUR
er þannig upp alinn, að forustan getur leitt félagana í austur eða
vestur eins og óvita börn, verður fyrr eða síðar óvönduðum
lýðskrumurum að bráð. Hér er reynzla sögunnar alveg undantekn-
ingarlaus'‘.
Til eru þeir menn, sem vilja afsaka víxlspor á svona stundum,
með því að ekki hafi verið annars kostur. í þetta skipti hafi
eining Alþýðubandalagsins verið í voða.
Að þessu sinni var engin slík hætta á ferðum. En það er vert
að athuga sjálfa kenninguna. Enginn flokkur getur látið sam-
fylkinguna við aðra setja sig í slíka sjálfheldu. Ef samherjar okk-
ar gera eitthvað að úrslitamáli og segja: Annaðhvort fallist þið
á okkar sjónarmið eða samfylkingin er rofin, þá ættum við jafnan
að setja samfylkinguna ofar og svara: Við föllumst á ykkar sjón-
armið, hvort sem við álítum það rétt eða rangt. Það væri lagleg
sjálfhelda. Það þýddi, að á úrslitastundum væri flokkurinn aldrei
sjálfum sér ráðandi. Þeir sem lengst væru til hægri af samherj-
um Sósíalistaflokksins, mörkuðu honum sínar eigin takmarkanir.
Um leið og þetta gerðist, breyttist samfylkingin úr framsæknu afli
í afturvirkt afl.
Þegar flokkar eða félagssamtök taka höndum saman um þau
stefnumál, sem þeim eru sameiginleg, er nauðsynlegt að báðir
aðilar geri sér ljóst, að grundvöllur samfylkingarinnar er ákveðið
umburðarlyndi. Þeir eru að vinna saman að mikilvægum málum,
sem þeir eru sammála um, þrátt fyrir skiptar skoðanir á öðrum
málum, jafnvel í grundvallaratriðum.
Það er með öllu fráleitt, að til þess að bjarga einingu Alþýðu-
bandalagsins hafi verið nauðsynlegt að gefa út yfirlýsingu, sem fól
í sér skilyrðislausa fordæmingu á öllum aðgerðum sovéthersins í
Ungverjalandi. Allir voru sammála um, að harma mjög þau illu
tíðindi sem gerzt höfðu í Ungverjalandi og að leggja á það mikla
áherzlu. Sömuleiðis að gagnrýna Sovétríkin mjög ákveðið fyrir
það, sem ótvírætt var þeirra sök. Hinsvegar verðum við jafnan
frá upphafi að segja við samherja okkar þegar um slík mál er