Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 116
Enn um reynsluna aí
alrædi öreiganna
(Grein þessi, sem byggð er á umræðum, er fram fóru í framkvæmda-
nefnd miðstjórnar Kommúnistaflokks Kína, birtist þann 29. des. 1956
í kínverska blaðinu ,,Jenminjihpao“).
í apríl 1956 ræddum vér í sambandi við Stalínmálið um reynslu
þá, er fengizt hefur af alræði verkalýðsins. Síðan hafa ýmsir
atburðir gerzt í hinni alþjóðlegu kommúnistahreyfingu, sem
dregið hafa að sér mikla athygli þjóðar vorrar. Eftir að birt
hafði verið í blöðum vorum ræða Títós frá 11. nóvember og
ummæli kommúnistaflokka í ýmsum löndum um hana, urðu
margir til að bera fram ýmsar spurningar, sem kröfðust svars.
í þessari grein munum vér fjalla sérstaklega um eftirfarandi at-
riði: í fyrsta lagi, mat á grundvallarstefnu þeirri, er Ráðsstjórn-
arríkin tóku í byltingu sinni og uppbyggingu; í öðru lagi, mat á
verðleikum og villum Stalíns; í þriðja lagi, baráttuna gegn kreddu-
festu og endurskoðunarstefnu; og í fjórða lagi, alþjóðlega sam-
stöðu verkalýðsins í öllum löndum.
Er vér tökum til meðferðar alþjóðleg vandamál nútímans,
verðum vér fyrst af öllu að leggja til grundvallar þá staðreynd,
sem mikilvægust er og djúpstæðust, baráttuna milli árásar-
blakkar heimsvaldasinna og alþýðuaflanna í heiminum. Kín-
verska þjóðin, sem hefur orðið að bera svo þungar þrautir
vegna árásarstríða heimsvaldasinna, mun aldrei gleyma því, að
heimsvaldastefnan tekur alltaf afstöðu gegn frelsun þjóðanna
í öllum löndum og gegn sjálfstæði allra undirokaðra þjóða, og
að kommúnistahreyfingin, sem staðfastlega túlkar hagsmuni
þjóðanna, er henni þyrnir í augum. Allt frá þeirri stundu, er