Réttur - 01.01.1957, Síða 118
118
RÉTTUR
í ákafanum, lýsti yfir því: „Hið kommúnistíska skipulag Ráð-
stjórnarríkjanna er að úrkynjast (?) og valdhafarnir eru alger-
lega að missa tökin (?)... Með tilliti til þessa ástands verða
frjálsar þjóðir að viðhalda hinum siðferðlega þrýstingi, sem hjálp-
ar til að sprengja hið sovjet- kínverska skipulag kommúnismans,
og einnig viðhalda hernaðarmætti sínum og einbeittni“. Hann
skoraði á þjóðir Norðuratlantshafsbandalagsins að „tortíma hinni
voldugu sovézku harðstjórn, sem byggð er á hugmyndum her-
aðaranda (?) og trúleysis, “ og fullyrti einnig, að „nú sem stæði
væri sennilegt, að breyting á eðli hins kommúnistíska heims
væri innan takmarka hins framkvæmanlega.“(!)
Vér höfum alltaf litið svo á, að andstæðingurinn væri bezti
kennari vor, og nú hefur Dulles aftur veitt oss lexíu. Látum hann
rógbera oss þúsund sinnum, látum hann formæla oss tíu þúsund
sinnum, — það er ekkert nýtt eða óvænt. En hann gerir þá
kröfu út frá „heimspekilegu“ sjónarmiði, að auðvaldsheimurinn
setji mótsetninguna milli sín og kommúnismans ofar öllum öðrum
mótsetningum, að öllu skuli einbeitt að því að koma til leiðar
„breytingu á eðli hins kommúnistíska heims“, að því að „sprengja“
hið sósíalistíska skipulag undir forustu Ráðstjórnarríkjanna og
„tortíma" því, og þó að þeim muni eflaust reynast það um megn,
er það ákaflega nytsöm lexía fyrir oss.
Vér höfum alltaf aðhyllzt og munum halda áfram að aðhyllast
friðsamlega sambúð sósíalistiskra landa og auðvaldslanda og frið-
samlega samkeppni milli þeirra, en eigi að síður halda heims-
valdasinnarnir sífellt áfram tilraunum sínum til að tortíma oss.
Þess vegna megum vér aldrei gleyma því, að hin harða barátta
milli óvinanna og vor, er stéttabarátta, er tekur til gervalls heims.
Vér höfum fyrir oss tvennskonar andstæður gerólíkar að eðli:
Hinar fyrri eru andstæðurnar milli vor og óvina vorra (milli
herbúða heimsvaldasinnanna og hinna sósíalistisku herbúða, milli
heimsvaldasinnanna annarsvegar og allrar alþýðu heimsins og
allra undirokaðra þjóða hinsvegar, milli borgarastéttarinnar og
verkalýðsins í nýlenduveldunum o.s.frv.). Þetta eru róttækar and-
stæður, undirrót þeirra er hagsmunaárekstur fjandsamlegra stétta;
hinar eru andstæður innan alþýðunnar (milli einstakra hópa al-
þýðunnar, milli einstakra hópa félaganna í kommúnistaflokknum
o.s.frv.). Venjulega eru þetta ekki róttækar andstæður, þær eru
ekki sprottnar af hörðum árekstri stéttahagsmuna, heldur af
árekstrum milli réttra og rangra skoðana eða árekstrum milli
takmarkaðra sérhagsmuna. Þessar andstæður verður að jafna
fyrst og fremst í þágu hinnar sameiginlegu nauðsynjar að heyja
baráttu gegn óvininum. í anda einingarviljans er hægt og verður