Réttur - 01.01.1957, Side 121
RÉTTUR
121
allra landa. í utanríkismálum hafa Ráðstjórnarríkin barizt fyrir
verndun friðarins, fyrir viðurkenningu algilds jafnréttis þjóð-
anna, en gegn árásum heimsvaldasinnanna. Ráðstjórnarrikin voru
það meginafl í heiminum, er braut á bak aftur árás fasismans.
Hinn hetjulegi ráðstjórnarher frelsaði lönd Austur-Evrópu, hluta
af Mið-Evrópu, Norðaustur-Kína og norðurhluta Kóreu í samfé-
lagi við alþýðuheri þessara landa. Ráðstjórnarríkin hafa komið
á vinsamlegri sambúð við öll alþýðulýðveldin, hafa hjálpað þess-
um löndum við uppbyggingu atvinnulífsins og skapað ásamt þeim
traust varnarvirki heimsfriðarins — herbúðir sósíalismans. Ráð-
stjórnarríkin hafa einnig stutt öfluglega frelsishreyfingu und-
irokaðra þjóða hvarvetna um heim, friðarhreyfingu þjóða heims-
ins og hin fjölmörgu friðelskandi ríki, er stofnuð hafa verið í
Asíu og Afríku eftir aðra heimsstyrjöldina.
Allt, sem að framan er talið, er órækar staðreyndir og löngu
kunnar. En hvers vegna þurfum vér þá enn að minna á þær?
Vegna þess að óvinir kommúnismans neita þeim með öllu eins og
fyrr, og vegna þess að sumir kommúnistar, sem um þessar mund-
ir ræða reynslu Ráðstjórnarríkjanna, beina tíðum athyglinni að
minni háttar atriðum málsins og ganga fram hjá þeim, sem mestu
varða.
Að því er varðar reynsluna af byltingu og uppbyggingu Ráð-
stjórnarríkjanna, er um að ræða mörg ólík atriði séð frá sjónar-
miði alþjóðlegs gildis þessarar reynslu. Sumir þættir 1 reynsl-
unni af sigrum Ráðstjórnarríkjanna eru meginatriði, sem hafa
almennt gildi á núverandi skeiði mannkynssögunnar. Þetta er
mikilvægasta hliðin varðandi reynslu Ráðstjórnarríkjanna, og
kjarni hennar. Aðrir þættir þessarar reynslu hafa ekki almennt
gildi. Jafnframt hafa Ráðstjórnarríkin einnig reynslu af villum
og misheppnunum. Enda þótt villur og óhöpp kunni að verða
með ýmsu móti og mismunandi alvarleg, getur ekkert land forð-
azt slíkt með öllu. En Ráðstjórnarríkin, sem eru fyrsta sósíalist-
íska ríkið, átti þess engan kost að hagnýta sér sem fyrirmynd
reynslu af sigursælli baráttu, og þeim var enn örðugra að forð-
ast vissar villur og óhöpp. Þessar villur og misheppnanir eru
ákaflega iærdómsríkar fyrir alla kommúnista. Þess vegna er það,
að öll reynsla Ráðstjórnarríkjanna, einnig reynslan af vissum
villum og óhöppum, verðskulda það, að vér kynnum oss hana
rækilega, því að meginreynslan af sigrum Ráðstjórnarríkjanna
er ákaflega mikilvæg. Staðreyndirnar varðandi þróun Ráðstjórn-
arríkjanna eru sönnun þess, að meginreynslan af byltingu og
uppbyggingu Ráðstjórnarríkjanna eru stórkostlegir sigrar, fyrsti