Réttur - 01.01.1957, Page 127
RÉTTUR
127
frá alþýðunni, frá hinum samvirku öflum, og brotið grundvall-
arreglurnar um lýðræðislegt miðstjórnarvald í flokknum og rík-
inu. Akveðin brot gegn grundvallarreglum lýðræðislegs mið-
stjórnarvalds eru skýrðar með vissum félagslegum og sögulegum
aðstæðum: flokkinn skorti enn reynslu í að fara með stjórn rík-
isins; hið nýja skipulag var ekki orðið nógu traust til að geta stað-
ið gegn öllum áhrifum gamla tímans (það að nýtt skipulag festi
rætur og styrkist, og að áhrif frá fortíðinni hverfi er ekki snurðu-
laus þróun: oft má sjá, að á ýmsu veltur á tímabilum sögulegra
umbreytinga). Hin harða barátta bæði innan lands og utan verk-
aði í þá átt að draga úr þróun sumra þátta lýðræðisins o.s.frv.
Þó eru þessi hlutlægu skilyrði ekki nóg út af fyrir sig til að breyta
möguleikanum á villum í veruleika. Lenín gerði ekki slík mistök
sem þau, er Stalín gerði, við aðstæður, sem voru miklu erfiðari
og flóknari en á tímum Stalíns. Það, sem úrslitum ræður, er
hugsunarhátturinn. Á síðasta skeiðinu í ævi Stalíns hafði hugs-
unarháttur hans spillst af sífelldum sigrum og lofi, og í hugsun-
araðferðum sínum hafði hann að sumu leyti og þó alvarlega fjar-
lægzt díalektiska efnishyggju og lenti út í huglæga afstöðu. Hann
tók að treysta á eigin vizku og yfirburði, kærði sig ekki um að
helga sig alvarlegum rannsóknum og athugunum á hinum breyti-
legu og flóknu raunverulegu aðstæðum, kærði sig ekki um að gefa
gaum að skoðunum flokksmanna og rödd fjöldans með þeim af-
ieiðingum, að sum pólitísk fyrirmæli, sem hann gaf og sumar ráð-
stafanir sem hann gerði, samsvöruðu oft og tíðum ekki hinum
hlutlægu aðstæðum og að hann hélt oft um langan tíma fast við
framkvæmd hinna röngu fyrirmæla og ráðstafana og megnaði
ekki að leiðrétta villur sínar í tíma.
Kommúnistaflokkur Ráðstjórnarríkjanna hefur þegar gert ráð-
stafanir til að leiðrétta villur Stalíns og bæta úr afleiðingum
þessara viilna og hefur orðið ágengt í því. Tuttugasta þing
Kommúnistaflokks Ráðstjórnarrikjanna hófst handa af mikilli
festu og hugrekki um að kveða niður dýrkunina á Stalín, gera
lýðum ljóst, hve villur Stalíns voru alvarlegs eðlis, og bæta úr
afleiðingunum af þessum villum. Marxistar og fylgjendur komm-
únismans um heim allan styðja ráðstafanir Kommúnistaflokks
Ráðstjórnarríkjanna til að leiðrétta villurnar og óska þess, að
ráðstafanir sovétfélaganna megi bera fullkominn árangur. Það
er augljóst, að að því leyti sem villur Stalíns voru ekki aðeins
stundar fyrirbæri, er ekki hægt að leiðrétta þær á einum morgni.
Til þess þarf ráðstafanir, er ná yfir tiltölulega langan tíma. Það
krefst samvizkusamlegs uppeldisstarfs á hugmyndasviðinu. Vér
erum þess fullvissir, að hinn ágæti Kommúnistaflokkur Ráð-