Réttur - 01.01.1957, Qupperneq 128
128
RÉTTUR
stjórnarríkjanna, sem á liðnum tíma hefur sigrazt á óteljandi
erfiðleikum, muni án efa vera þessum vanda vaxinn og ná til-
gangi sínum.
Barátta Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna fyrir leiðrétt-
ingu á mistökum getur auðvitað ekki hlotið neinn stuðning
frá borgarastéttinni og hægrisinnuðum sósíaldemókrötum á Vest-
urlöndum. Þessir aðilar notfæra sér hana í því skyni að kasta
hulu yfir það, sem rétt var í starfi Stalíns, kasta hulu yfir hina
stórkostlegu sigra, sem unnir hafa verið á liðnum árum af Ráð-
stjórnarríkjunum og öllum hinum sósíalistísku ríkjunum; í því
skyni að skapa glundroða og sundrung í röðum kommúnista,
hamra þeir á þeirri skilgreiningu sinni á ráðstöfununum til að
leiðrétta villur Stalíns, að þær séu barátta gegn „stalínisma“,
barátta svonefndra „and-stalínista“ gegn „stalínistum". Það ger-
ir hinn illa tilgang þeirra fullkomlega ljósan. Því miður hefur
svipuðum ummælum verið á lofti haldið meðal sumra kommún-
ista. Vér álítum slíkar staðhæfingar af hálfu kommúnista ákaf-
lega skaðlegar.
Það er alkunna, að líf Stalíns var líf mikils byltingarmanns í
anda Marx og Leníns, þrátt fyrir nokkrar alvarlegar villur, er
hann gerði á síðasta tímabilinu. í æsku barðist Stalin gegn keis-
arastjórninni og fyrir útbreiðslu á kenningum Marx og Leníns.
Er hann var orðinn meðlimur í miðstjórn flokksins, helgaði hann
baráttu sína undirbúningi byltingarinnar 1917. Eftir Október-
byltinguna háði hann baráttu til varnar ávöxtum þessarar bylt-
ingar. í nærri því 30 ár eftir dauða Leníns barðist hann fyrir upp-
byggingu sósíalismans, til varnar hinu sósíalistíska föðurlandi,
fyrir eflingu kommúnistahreyfingarinnar um heim allan. Yfir-
leitt má segja, að Stalín hafi ætið verið á undan þróun tímans og
stjórnað baráttunni. Hann var óþreytandi baráttumaður gegn
heimsvaldastefnunni.
Harmsaga Stalíns fólst einmitt í þvi, að jafnvel þegar hann
hafði gert villur, var það sannfæring hans, að það, sem hann
hafði gert, væri nauðsynlegt til að tryggja hagsmuni verkalýðs-
ins gegn yfirgangi óvina hans. Hvað sem því líður, þó að villur
Stalíns hafi valdið Ráðstjórnarríkjunum tjóni, sem komast hefði
mátt hjá, er það staðreynd, að hin sósíalistísku Ráðstjórnarriki
tóku geysimiklum framförum undir forustu Stalíns. Þessi ómót-
mælanlega staðreynd er ekki aðeins vitni um styrk hins sósíalist-
íska skipulags, heldur einnig þeirri staðreynd, að Stalín var
þrátt fyrir allt traustur kommúnisti. Og því er það, að er vér
metum fræðikenningar og verk Stalíns í heild, verðum vér bæði
að líta á verðleika hans og galla, afrek hans og mistök. Ef vér