Réttur - 01.01.1957, Síða 135
RÉTTUR
135
istísku réttarfari í eðlilegt horf, efla tök alþýðunnar á rikis-
stofnunum, efla lýðræðisaðferðir í ríkisrekstrinum og í rekstri
fyrirtækja, efla náin tengsl milli ríkisstofnana og stofnana, sem
fara með stjórn fyrirtækja, við almenning, fjarlægja hindranir
á vegi þessa nána sambands og kappkosta að yfirvinna tilhneig-
ingar til skrifstofumennsku og halda ekki áfram að krefjast harð-
ari stéttabaráttu eftir að stéttir hafa verið afnumdar og spilla
þannig heilbrigðri þróun sósíalistisks lýðræðis eins og Stalín
gerði. Kommúnistaflokkur Ráðstjórnarríkjanna leiðrétti gagngert
villur Stalíns á þessu sviði, og það er fuilkomlega rétt.
Aldrei má láta það viðgangast, að litið sé á sósíalistiskt lýðræði
sem andstæðu alræðis verkalýðsins og að því sé blandað saman
við borgaralegt lýðræði. Bæði á sviði stjórnmála, efnahagsmála
og menningarmála er eina markmið sósíaiistísks lýðræðis að
styrkja máistað sósialismans, verkalýðsins og alls vinnandi fólks,
örva alþýðuna til dáða við uppbyggingu sósíalismans, örva hana
til dáða í baráttunni við öll andsósíalistísk öfl. Þess vegna er það,
að ef hægt er að nota nokkurt lýðræði til andsósíalistískrar starf-
semi, nota það til að veikja málstað sósíalismans, þá getur þetta
svonefnda „lýðræði“ ekki átt neitt skylt við sósíalistískt lýðræði.
En sumir líta öðrum augum á þetta mál eins og skýrast kemuv
fram í umræðunum um atburðina í Ungverjalandi. Á undan-
gengnu tímabili hafa lýðréttindi verið brotin og spillt fyrir
byltingarbaráttu vinnandi fólks, en gagnbyltingarsinnum ekki
hnekkt svo sem þurfti, og í október 1956 gátu þeir auðveldlega
notfært sér óánægju almennings til að skipuleggja vopnaða
uppreisn. Þetta bendir til þess, að á undangengnu tímabili hafi
ekki verið komið á nægilega traustu alræði verkalýðsins í Ung-
verjalandi. Og hvernig litu menntamenn í röðum kommúnista í
sumum löndum á málið á þessari hættustund, þegar Ungverjaland
stóð á vegamótum byltingar og gagnbyltingar, sósíalisma og fas-
isma, stríðs og friðar? Þeim var viðsfjarri skapi að hvetja til þess,
að komið yrði á alræði verkalýðsins, heldur tóku þeir afstöðu
gegn réttmætum aðgerðum Ráðstjórnarríkjanna, er að því miðuðu
að hjálpa hinum sósíalistísku öflum í Ungverjalandi, kölluðu ung-
versku gagnbyltinguna „byltingu" og tóku að krefjast af hinni
byltingarsinnuðu stjórn verkamanna og bænda „lýðræðis“ til
handa gagnbyltingarsinnunum. Viss dagblöð sumra sósíalistískra
landa halda áfram fram á þennan dag að ófrægja af kappi bylting-
arráðstafanir ungverskra kommúnista í hetjulegri bráttu þeirra
við erfiðar aðstæður, en segja naumast aukatekið orð um herferð
afturhaldsins í heiminum gegn kommúnisma, gegn alþýðu, gegn
friði. Hvað sýna þessar ótrúlegu staðreyndir? Þessar staðreyndir