Réttur - 01.01.1957, Síða 138
138
RÉTTUR
séu milli alræðis verkalýðsins og alræðis borgarastéttarinnar,
neita, að takmörk séu milli sósíalistísks skipulags og kapítalist-
ísks skipulags, neita, að takmörk séu milli herbúða sósíalismans
og herbúða kapítalismans. Að þeirra áliti er hægt að byggja upp
sósíalisma í sumum borgaralegum löndum þannig að hlaupa yfir
þróunarstig verkalýðsbyltingarinnar og án þess að skapa ríki
undir forustu pólitísks flokks verkalýðsins. Að þeirra áliti er
ríkiskapítalismi í þessum borgaralegu löndum þegar sama og
sósíalismi, meira að segja er gervallt mannkynið að „vaxa“ inn
í sósíalismann. En einmitt á sama tíma og þeir útbreiða slíkan
áróður, eru heimsvaldasinnar í óða önn að undirbúa að „sundur-
grafa“ og „gersigra“ lönd, þar sem sósíalistískt skipulag hefur
þegar ríkt um langan tíma og búast til að hagnýta í því skyni
allan þann hernaðarlega, efnahagsleg og „siðferðilega" mátt, sem
tiltækur er, auk utanríkisþjónustu og njósnarhringa. Borgaralegir
gagnbyltingarsinnar, sem leynast í þessum löndum og þeir, sem
hafa flúið til annarra landa, vinna að því með oddi og egg að
endurreisa hið fyrra skipulag. Enda þótt endurskoðunarstefnan
sé vatn á millu heimsvaldasinna, eru athafnir heimsvaldasinna
ekki í þágu endurskoðunarstefnunnar, og þær bera vitni um
gjaldþrot endurskoðunarstefnunnar.
IV.
Eitt af mest aðkallandi verkefnum verkalýðsins í öllum löndum
í sambandi við að hrinda sókn heimsvaldasinnanna er að styrkja
hina alþjóðlegu samstöðu verkalýðsins. Til að ganga milli bols og
höfuðs á kommúnismanum nota heimsvaldasinnar og afturhalds-
sinnar í öllum löndum sér þröngsýnislegar þjóðerniskenndir og
vissan þjóðernislegan kala milli þjóða í ýmsum löndum til að
grafa með öllu móti undan hinni alþjóðlegu samstöðu verka-
lýðsins. Traustir baráttumenn verklýðsbyltingarinnar verja ein-
beittlega þessa samstöðu og skoða hana sameiginlegt hagsmuna-
mál verkalýðsins í öllum löndum En hinir ótraustari eru hikandi
og taka ekki eindregna afstöðu í þessu máli.
Kommúnistahreyfingin er frá upphafi vega alþjóðleg hreyfing
í eðli sínu, því að einungis með sameiginlegum átökum getur
verkalýður allra landa bundið enda á kúgunina, sem framfylgt
er sameiginlega af borgarasétt ailra ianda, og hrundið í fram-
kvæmd sameiginlegum hagsmunamálum sínum. Samstaða komm-
únistahreyfingarinnar auðveldar til mikilla muna þróun verk-
lýðsbyltingarinnar í ýmsum löndum.