Réttur - 01.01.1957, Page 141
RÉTTUR
141
Kínverjum ætti sérstaklega að vera minnisstætt, að í stjórnartíð
keisaranna Han, Tang, Ming og Tsing var land vort einnig
voldugt heimsveldi, þó að á síðustu hundrað árum eða þar um
bil, frá því á síðari hluta 19. aldar, hafi land vort orðið að þola
árásir og hafi verið breytt í hálfnýlendu, og þó að land vort sé
sem stendur enn vanþróað á sviði efnahags og menningar. En þeg-
ar aðstæðurnar breytast, mun tilhneigingin til ágengrar þjóðremb-
ingsstefnu verða alvarleg hætta, ef ekki er með öllu móti komið
í veg fyrir hana. Einnig ber að benda á, að slík hætta er þegar
nú farin að gera vart við sig hjá sumum samverkamönnum vorum.
Þess vegna er bæði í ályktun Áttunda landsþings Kommúnista-
flokks Kína og í yfirlýsingu ríkisstjórnar Kníverska lýðveldisins
frá 1. nóvember 1956 lagt fyrir sam^erkamenn vora að berjasl
gegn tilhneigingu til ágengrar þjóðrembingsstefnu.
En alþjóðlegri samstöðu verkalýðsins er ekki einungis spillt af
stórveldahroka. Á liðnum timum virtu stór ríki ekki smáríki og
jafnvel undirokuðu þau, en smáríkin að sínu leyti tortryggðu
stóru ríkin og voru jafnvel fjandsamleg þeim. Báðar þessar til-
hneigingar eru enn til í minni eða ríkari mæli meðal þjóðanna,
jafnvel í röðum verkalýðsins í ýmsum löndum. Til þess að styrkja
alþjóðlega samstöðu verkalýðsins er því nauðsynlegt, jafnfram
því sem sigrazt er fyrst og fremst á stórveldahrokanum, að
sigrast einnig á þröngsýnni þjóðernisstefnu smærri þjóðanna. Það
gildir sama um stór ríki og smá, ef kommúnistar tefla fram
hagsmunum landa sinna og þjóða sem andstæðu við sameigin-
lega hagsmuni hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar og gerast
andstæðir hinu síðarnefnda undir því yfirskini að verja hið
fyrra, ef þeir í starfi sínu verja ekki alþjóðlega samstöðu, heldur
einmitt spilla henni, er það alvarleg villa ósamrýmanleg alþjóða-
hyggju, kenningum Marx og Leníns.
Á sínum tíma framkölluðu villur Stalíns alvarlega óánægju
þjóðanna í sumum löndum Austur-Evrópu. En afstaða sumra
manna í þessum löndum er samt sem áður einnig óréttlát. Borg-
aralegir þjóðernissinnar reyna af fremsta megni að fá menn til
að ýkja mistök Ráðstjórnarríkjanna og gera lítið úr því, sem Ráð-
stjórnarríkin hafa vel gert. Þeir reyna að koma því til leiðar, að
menn hugsi ekki út i það, hvernig heimsvaldasinnar hefðu komið
fram við þessi ríki og þjóðir, ef Ráðstjórnarríkin hefðu ekki
verið. Vér, kínverskir kommúnistar, fögnum því, að hinir pólsku
og ungversku kommúnistaflokkar eru um þessar mundir að taka
einbeittlega fyrir starfsemi undirróðursafla þeirra, sem útbreiða
róg um Ráðstjórnarríkin og æsa til þjóðernislegrar sundurþykkju
milli bræðralandanna, og að þeir hafa byrjað á að kveða niður