Réttur - 01.01.1957, Síða 142
142
RÉTTUR
þjóðernisfordóma, sem ríkjandi eru meðal nokkurs hluta alþýð-
unnar og jafnvel meðal hluta af flokknum. Það er alveg augljóst,
að þetta er meðal allra nauðsynlegustu ráðstafana til að styrkja
vinsamleg samskipti milli hinna sósíalistísku landa.
Eins og vér höfum áður bent á, var utanríkisstefna Ráðstjórnar-
ríkjanna á liðnum tíma í meginatriðum í samræmi við hagsmuni
verkalýðsins í heiminum, hagsmuni undirokaðra þjóða, hagsmuni
allra þjóða heims, Á undanförnum 39 árum hafa ráðstjórnarþjóð-
irnar gert feikna átök og fært hetjulegar fórnir í þágu þjóða
allra landa. Vissar villur, sem Stalín gerði, geta ekki skyggt á
þetta sögulega framlag hinna miklu ráðstjórnarþjóða.
Aðgerðir ríkisstjórnar Ráðstjórnarríkjanna til að bæta sambúð-
ina milli Ráðstjórnarríkjanna og Júgóslavíu, yfirlýsing Ráðstjórn-
arríkjanna frá 30. október 1956 og samningsviðræður milli Ráð-
stjórnarríkjanna og Póliands, sem fram fóru í nóvember 1956
sýna ákveðinn vilja Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna og
sovétstjórnarinnar að binda fyrir fullt og allt enda á villur þær
í utanríkismálum, er gerðar voru á liðnum tíma. Allar þessar
aðgerðir Ráðstjórnarríkjanna eru mikilvægt framlag til eflingar
alþjóðlegri samstöðu verkalýðsins.
Það er augljóst, að nú, þegar heimsvaldasinnar halda uppi
trylltum árósum á raðir kommúnista í öllum löndum, verður
verkalýður ahra landa að stórefla samstöðu sína og samhug. And-
spænis öflugum óvini geta hverskonar ræður og athafnir, sem
spilla fyrir að hinar kommúnistísku raðir styrkist, naumast átt
samúð að fagna meðal kommúnista og vinnandi fólks í öllurr:
löndum, hverju nafni sem þær svo eru nefndar.
Efling hinnar alþjóðlegu samstöðu verkalýðsins með Ráðstjórn-
arríkin að þungamiðju er ekki aðeins í samræmi við hagsmuni
verkalýðsins í öllum löndum, heldur einnig í samræmi við hags-
muni frelsishreyfingar undirokaðra þjóða heims og málstað frið-
arnis. Öll alþýða Asíu, Afríku og Suður-Ameríku mun auðveld-
lega skilja út frá eigin reynslu, hverjir eru vinir hennar og
hverjir óvinir. Þess vegna mun áróðursherferð sú, sem haldið
er uppi af heimsvaldasinnum gegn kommúnistum, gegn alþýðu
og gegn friðinum einungis sjaldan finna hljómgrunn og þá aðeins
hjá sárafámennum hópi þeirra þúsund milljóna manna, er byggja
þau lönd heims. Staðreyndirnar sýna, að Ráðstjórnarríkin, Kína,
önnur sósíalistísk lönd og verkalýður auðvaldslandanna styðja
Egyptaland dyggilega í baráttu þess gegn árás, styðja dyggilega
sjálfstæðisbaráttu landanna í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku.
Sósíalistísku löndin, verkalýður auðvaldslandanna, og löndin sem
berjast fyrir sjólfstæði sínu — þessi þrennskonar öfl eiga hags-