Réttur - 01.01.1957, Page 147
RÉTTUR
147
þeir úr 37,5 hundraðshlutum niður í tæp 34% gildra atkv.
Með þessum refjabrögðum fengu þeir 25 þingmenn, eða 7
þingmönnum fleiri en þeir áttu rétt á samkvæmt atkvæða-
magni. ( Alþ.fl. 8, Framsókn 17).
Hér var algerlega brotið í bága við anda stjórnarskrár-
innar og margir töldu fráleitt að fallast á, að þessi kaup-
skapur með kjósendur væri löglegur, heldur bæri að út-
hluta „Hræðslubandalaginu" uppbótarþingsætum sem einn
flokkur væri. Þó varð það úr að meirihluti landskjörstjórn-
ar og Alþingis ákváðu að taka formið gilt og úthluta upp-
bótarsætum, eins og um tvo flokka væri að ræða. Þingmenn
Alþýðubandalagsins féllust þó aðeins á þetta með þeim fyr-
irvara, að viðurkennt væri að breyta þyrfti kosningalög-
unum þar sem meðal annars yrðu settar þær reglur um
kosningabandalög, er kæmu í veg fyrir freklega misbeit-
ingu.
Þjóðvarnarflokkurinn tapaði mjög og fékk engan þing-
mann kosinn.
Vinstri stjórn.
Bandalag Framsóknar og Alþýðuflokksins hafði þann
tilgang að ná meirihluta á Alþingi, enda þótt engum kæmi
til hugar að sá þingmeirihluti hefði þjóðarmeirihluta að
baki. Höfðu þeir það mjög á oddinum í kosningabaráttunni,
að eina ráðið til þess að mynda starfshæfa stjórn væri að
flokkar þeirra fengju meirihluta þingmanna. Með Sjálf-
stæðisflokknum vildu þeir ekki vinna að svo stöddu og
samvinna við Sósíalistaflokkinn kæmi ekki til mála.
Þetta mistókst og var nú úr vöndu að ráða. Sósíalista-
flokkurinn og Alþýðubandalagið höfðu frá upphafi lýst
yfir því að þau væru reiðubúin til stjórnarsamstarfs á til-
teknum málefnagrundvelli og bar þar hæst brottför hers-
ins og ýmsar mikilvægar og aðkallandi ráðstafanir í
efnahagsmálum, sem Alþýðubandalagið hafði barizt fyrir
í kosningunum. Þegar sýnt var hver urðu úrslit kosning-