Réttur - 01.01.1957, Page 148
148
RÉTTUB
anna féllust Framsókn og Alþýðuflokkurinn á að taka
upp viðræður um stjórnarmyndun. Lyktaði þeim viðræð-
um svo að samningar tókust. 24. júlí var stjórnin mynduð
og áttu í henni sæti tveir ráðherrar frá hverjum flokki.
Af hálfu Alþýðubandalagsins: Lúðvík Jósepsson, sem fer
með sjávarútvegs- og viðskiptamál og Hannibal Valdimars-
son, er fer með félags- og heilbrigðismál. Af hálfu Fram-
sóknar: Hermann Jónasson, forsætisráðherra, og fer hann
einnig með dómsmál og landbúnaðarmál, og Eysteinn Jóns-
son, sem er fjármálaráðherra. Af hálfu Alþýðuflokksins:
Guðmundur I. Guðmundsson, sem fer með utanríkismál, og
Gylfi Þ. Gíslason, en undir hann heyra menntamál og iðn-
aðarmál.
Málefnasamningur flokkanna var birtur sem stefnu-
yfirlýsing ríkisstjórnarinnar og er hún á þessa leið:
,,Ríkisstjórnin mun taka upp samstarf við samtök verka-
lýðs og launþega, bænda, útgerðarmanna og annara fram-
leiðenda, til þess að finna sem heppilegasta lausn á vanda-
málum atvinnuveganna.
Markmið þessa samstarfs skal vera að auka framleiðslu
landsmanna, tryggja atvinnu og kaupmátt tekna og efla
almennar framfarir í landinu.
Ríkisstjórnin mun nú þegar í samráði við stéttasamtökin
skipa nefnd sérfróðra manna, til þess að rannsaka ástand
efnahagsmála þjóðarinnar, með það fyrir augum, að sem
traustastur grundvöllur fáist undir ákvarðanir hennar í
þeim málum.
Mun ríkisstjórnin leggja sérstaka áherzlu á að leysa
efnahagsmálin í náinni samvinnu við stéttasamtök vinn-
andi fólks.
Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir að skipuleggja alhliða
atvinnuuppbyggingu í landinu, einkum í þeim þremur lands-
hlutum, sem nú eru verst á vegi staddir í atvinnulegum
efnum.
Ríkisstjórnin mun láta gera heildaráætlun um fram-
kvæmdir á næstu árum og nýmæli í því sambandi og birta