Réttur - 01.01.1957, Page 150
150
RÉTTUR
um þingrof, nema með samþykki allra stjórnarflokkanna
eða ráðherra þeirra.“
Samningum um brottför hersins frestað.
Það hafa orðið mikil vonbrigði öllum almenningi að
Framsókn og Alþýðuflokkurinn hafa látið undan síga í
því máli, sem var mál málanna í stjórnarsamningnum og
skar úr um það að samvinna tókst milli vinstri flokkanna
þriggja. Umræður hófust við fulltrúa Bandaríkjastjórnar
um brottför hersins, eins og ráð var fyrir gert. Ekki hafði
Alþýðubandalagið fulltrúa í þeim samningum. En 6. des-
ember tilkynnti utanríkisráðherra eftirfarandi niðurstöðu
af þeim viðræðum:
Bandaríkin og fsland koma sér saman um að fresta
samningum um endurskoðun hernámssamningsins og
brottför hersins. Rikisstjórn íslands getur þó hvenær sem
er hafið viðræður að nýju, án undangenginna formsatriða,
er hernámssamningurinn kveður á um. Brottför hersins
kemur þó ekki til greina fyrr en að afloknum frestum þeim,
sem ákveðnir eru í samningnum og hef jast þeir þegar önn-
ur ríkisstjórnin tilkynnir hinni þar um. Frestun málsins
var rökstudd með aukinni stríðshættu og viðsjám á al-
þjóðavettvangi. Atburðirnir í Ungverjalandi og árásin á
Egyptaland urðu hernámsmönnum kærkomið tilefni til að
hlaupast frá loforðum sínum.
Jafnframt varð það að samkomulagi að komið skyldi á
fastanefnd, er skipuð skyldi ekki fleirum en þremur full-
trúum frá hvorri ríkisstjórn. Skyldi sú nefnd fjalla um
„varnarþarfir Islands“ og undirbúa að fslendingar taki í
ríkara mæli að sér störf ,,er varða varnir landsins."
Fulltrúar Sósíalistaflokksins sýndu fram á að þær ástæð-
ur, sem fram voru bornar fyrir frestuninni, voru tylliá-
stæður einar. Það hefur alltaf verið skoðun flokksins að því
meiri sem stríðshættan er, því meiri háski vofði yfir íslend-
ingum af völdum hernámsins. Hinsvegar fer því víðsf jarri,