Réttur - 01.01.1957, Page 151
RETTUR
151
að stríðshættan hafi aukizt. Jafnvel stjórnendur Banda-
ríkjanna viðurkenna að mjög hafi dregið úr stríðshættunni.
Það þarf því ekki lítið blygðunarleysi til þess að bera
slíkar fullyrðingar á borð til þess að ,,rökstyðja“ þrásetu
hernámsliðsins á Islandi.
Hinsvegar var augljóst, að ef samið hefði verið nú, hefði
ekki annað komið til greina en nýr samningur um hersetu
Bandaríkjamanna á íslandi, sem að sjálfsögðu hefði valdið
stjórnarslitum. Fulltrúar Alþýðubandalagsins töldu það
skyldu sína að gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess
að koma í veg fyrir að Alþýðuflokkurinn og Framsókn
gætu hlaupizt með öllu frá loforðum sínum í þessu máli.
Þeir féllust því á að samningum yrði frestað um nokkra
mánuði til þess að forða frá hinu versta. Jafnframt lýstu
þeir yfir því, að þeir ættu engan þátt í orðsendingum þeim
er fóru milli ríkisistjórna Bandaríkjanna og Islands um
þetta mál og mótmæltu mjög eindregið rökstuðningi frest-
unarinnar svo og skipun fastanefndarinnar, er áður getur.
Samkvæmt þessu lýstu þeir yfir að þeir mundu eftir mætti
vinna að því að endurskoðun samningsins verði hafin sem
fyrst, með það f yrir augum að herinn f ari af landi burt, svo
sem fyrir er mælt í ályktun Alþingis frá 28. marz 1956.
Síðan hefur ekkert gerzt í málinu. En frá því hefur
verið skýrt að fyrirhugaðar séu allmiklar framkvæmdir á
Keflavíkurflugvelii. Ekki hefur það vakið minni athygli að
herinn hefur farið fram á að fá rafmagn frá Soginu til
herstöðvanna eftir 1960. Er því augljóst að herstjórnin
þykist hafa vissu fyrir því, að hún fái að sitja hér lengi.
Fjöldi verkalýðsfélaga og annarra félagssamtaka al-
mennings hafa samþykkt kröfur um að þegar í stað verði
að nýju teknir upp samningar um brottför hersins og álykt-
un Alþingis frá 28. marz framkvæmd refjalaust. Það þarf
áreiðanlega mikla fjöldahreyfingu og mikinn liðsafnað
meðal almennings til þess að knýja Alþýðuflokkinn og
Framsókn til þess að standa við heit sín í þessu máli. En
verði þetta veigamesta og afdráttarlausasta atriði stjórn-