Réttur - 01.01.1957, Page 152
152
RÉTTUR
arsamningisins svikið, eru örlög ríkisstjórnarinnar ráðin.
25. þing Alþýðusambands íslands.
Seint í nóvember kom 25. þing Alþýðusambands Islands
saman í Reykjavík. Það kom brátt í Ijós að fylgjendur
Alþýðubandalagsins og aðrir samfylkingarmenn voru í all-
miklum meirihluta, en forustumenn Alþýðuflokksins og
íhaldsmenn höfðu með sér nána samvinnu. Fráfarandi sam-
bandsstjórn gerði tilraun til að ná samkomulagi við Al-
þýðuflokksmenn um kjör nýrrar sambandsstjórnar. Lögðu
þeir til að fjölgað yrði í miðstjórn um tvo svo hún yrði
skipuð 11 mönnum og fengju fylgjendur hægri manna Al-
þýðuflokksins þrjá þeirra. Þessu höfnuðu þeir, en kröfð-
ust þess að fá fimm menn og yrði þá flestum þeim vinstri
Alþýðuflokksmönnum, sem gengizt hafa fyrir núverandi
samstarfi í verkalýðshreyfingunni, rutt úr stjórninni. Varð
því ekki úr samkomulagi.
Forseti sambandsins var endurkosinn Hannibal Valdi-
marsson, varaforseti Eðvarð Sigurðsson, ritari Dagsbrún-
ar og ritari Snorri Jónsson, formaður Félags járniðnað-
armanna. Aðrir sambandsstjórnarmenn voru einnig flestir
endurkosnir.
Þingið samþykkti margar gagnmerkar ályktanir. Fer
hér á eftir aðalályktun þingsins, þar sem fráfarandi sam-
bandsstjórn er vottað traust og stefnan mörkuð 1 efna-
hagsmálum. Var hún samþykkt með öllum greiddum at-
kvæðum gegn þremur:
„Tuttugasta og fimmta þing Alþýðusambands Islands
færir stjórn sambandsins þakkir fyrir vel unnin störf á
liðnu starfstímabili.
Sérstaklega staðfestir þingið réttmæti þeirrar stefnu cem
fólst í frumkvæði sambandsstjórnarinnar að samstarfi
vinstri aflanna í landinu, og sem að loknum alþingiskosn-
ingunum síðastliðið sumar leiddi til myndunar þeirrar rík-
isstjórnar sem nú situr.