Réttur - 01.01.1957, Page 153
RÉTTUR
153
Þingið telur að með myndun þessarar ríkisstjórnar hafi
alþýðu landsins verið forðað frá áframhaldandi stórfelld-
um árásum á lífskjör fólksins, sem ríkisstjórn afturhalds-
ins tvímælalaust myndi hafa beitt til þess að velta afleið-
ingum óstjórnar sinnar og uppivöðslu gróðaaflanna yfir á
bök hins vinnandi fólks.
Jafnframt lýsir þingið fullum stuðningi sínum við þá
ákvörðun sambandsstjórnar, sem strax hlaut ákveðinn
stuðning margra stærstu verkalýðsfélaganna, að ríkis-
stjórnin festi, til bráðabirgða, vísitölu og verðlag, svo sem
gert var um mánaðamótin ágúst og september s.l. Telur
þingið að með þeirri ráðstöfun hafi ekki verið rýrður kaup-
máttur vinnulauna.
Hinsvegar gerir þingið sér ljóst, að í þeirri aðgerð felst
enginn frambúðarlausn efnahagsmálanna, og leggur mikla
áherzlu á að þegar til slíkra ráðstafana kemur verði þess
vandlega gætt að á engan hátt verði rýrð lífskjör alþýö-
unnar, heldur leitazt við að afla nauðsynlegs fjár á kostn-
að auðfélaga og yfirstétta og stefnt verði að þeirri upp-
byggingu atvinnulífsins, sem tryggi grundvöll að góðri
lífsafkomu allrar þjóðarinnar.“
Ályktun þingsins í herstöðvamálinu var samþykkt ein-
róma og er hún á þessa leið:
„Tuttugasta og fimmta þing A.S.Í. lýsir þeirri eindregnu
skoðun sinni að flytja beri hinn erlenda her burt af íslandi
svo fljótt sem aðstæður leyfa og skorar eindregið á ríkis-
stjórn og Alþingi að framfylgja afdráttarlaust samþykkt
Alþingis frá 28. marz s.l. um brottflutning hersins og á-
kvæðum ríkisstjórnarsáttmálans um hið sama. Treystir
þingið því að eigi verði hvikað í þessu sjálfstæðismáli.“
Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.
Ríkisstjórnin taldi það eitt af helztu verkefnum sínum
að stöðva verðbólguna. Fyrsta ráðstöfun í því efni kom til
framkvæmda í lok ágústmánaðar að loknum umræðum við