Réttur - 01.01.1957, Side 156
156
RÉTTUR
Tekjuskattur hinna tekjulægstu skal lækka um þriðjung.
Tekur þetta til hjóna er hafa allt að 45 þús. króna hreinar
tekjur og einstaklinga, sem hafa allt að 35 þús. kr. tekjur.
Þá hét ríkisstjórnin því að gera ýmsar ráðstafanir í
húsnæðismálum. Skyldi byggingarsjóði verkamanna tryggt
aukið fé. Löggjöf skyldi sett til þess að takmarka húsa-
leiguokur og gerðar ráðstafanir til aukinna íbúðarhúsa-
bygginga.
Þá var því heitið að gera endurbætur á afurðasölunni og
að svipta SÍF þeirri einokun, sem það hefur haft til þessa.
Var þegar fyrir hendi frumvarp um þetta atriði, sem nú er
orðið að lögum. Ennfremur var því heitið að endurskipu-
leggja bankakerfið, til þess að freista þess að tryggja
nokkru betur en hingað til, að rekin yrði bankapólitík með
hagsmuni almennings fyrir augum.
Því var og heitið að reiknuð yrði út ný vísitala, er höfð
yrði til samanburðar við hina gömlu, til þess að gefa betri
mynd af því, hversu réttur mælikvarði hún er á verðlagið.
Hinsvegar verður kaup að öllu óbreyttu reiknað eftir hinni
gömlu vísitölu.
Það sem þó skar úr um, að fulltrúar verkalýðsfélaganna
féllust á þetta samkomulag ,,í tilraunaskyni" var það fyrir-
heit ríkisstjórnarinnar að lækka stórlega álagningu, eink-
um í heildsölu, svo að meginþunginn af hinum nýju skött-
um lenti á milliliðunum. Til þess að tryggja þetta voru
gerðar ráðstafanir til að koma á öruggu verðlagseftirliti,
þar sem verkalýðssamtökin höfðu hönd í bagga.
Afstöðu sína mörkuðu fulltrúar verkalýðssamtakanna
með eftirfarandi yfirlýsingu:
„Miðstjórn Alþýðusambands Islands og efnahagsnefnd
sú, er síðasta þing A.S.I. kaus, hafa átt þess kost að kynna
sér og hafa áhrif á ráðstafanir þær er ríkisstjórnin nú
hyggst gera í efnahagsmálunum til þess að tryggja áfram-
haldandi rekstur framleiðsluatvinnuveganna og nauðsyn-
legar verklegar framkvæmdir. Jafnframt hefur miðstjórnin
og efnahagsmálanefndin gengið úr skugga um þá stað-