Réttur - 01.01.1957, Page 157
R É T T U R
157
reynd að efnahagsmál þjóðarinnar voru komin í slíkt öng-
þveiti þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum að fyrir-
sjáanleg var stöðvun framleiðsluatvinnuveganna um næst-
komandi áramót, ef ekki yrði gengið til róttækra ráðstaf-
ana. Með hliðsjón af þessu er miðstjórn og efnahagsmála-
nefndinni ljóst, að óhjákvæmilegt er að gera ráðstafanir
til þess að tryggja atvinnuöryggi og leggja grundvöll að
varanlegum kjarabótum vinnandi fólks í framtíðinni. Jafn-
framt leggur miðstjórnin og efnahagsmálanefnd A. S. í.
áherslu á nauðsyn þess, að ráðstöfunum þeim sem ríkis-
stjómin hefur heitið að gera til þess að koma í veg fyrir
ónauðsynlegar verðhækkanir, draga úr milliliðagróða og
stuðla að auðjöfnun meðal þegnanna, verði fylgt eftir af
fullri röggsemi.
í trausti þess að vel takist með f ramkvæmd þessara ráð-
stafana og með tilliti til þess höfuðmarkmiðs að tryggja
næga atvinnu telur miðstjórnin og efnahagsmálanefndin
að veita beri núverandi ríkisstjórn starfsfrið þar til úr
því fæst skorið hvernig framkvæmdin tekst.“
Álagning hefur nú verið stórlækkuð og verðlagseftirlitið
er í dugandi manna höndum. Þó hafa orðið allverulegar
verðhækkanir af völdum nýju skattanna. Áróður er mjög
hatrammur af hálfu íhaldsins af þessu tilefni, og ríkis-
stjórninni kennt um allar verðhækkanir, einnig þær sem
stafa af verðbreytingum erlendis. Enn er ekki fullreynt
hvernig til tekst um þessi mál. En afstaða verkalýðssam-
takanna fer eftir því hvernig tilraunin tekst. Þau munu
ekki sætta sig við kjararýrnun og ekki styðja aðra stjórn-
arstefnu en þá, er miðar að því að leggja gnmdvöll að
bættri lífsafkomu, eins og segir í ályktun Alþýðusambands-
ins.
Það atriði stjórnarsamningsins, sem fjallar um öflun
nýrra atvinnutækja, er þegar á góðum reksöl. Alþingi
hefur fyrir alllöngu afgreitt frumvarp, sem veitir ríkis-
stjórninni heimild til að kaupa allt að 15 togara og 12