Réttur - 01.01.1957, Page 158
158
RÉTTUR
minni fiskiskip. Enn hefur þó ekki verið samið um smíði
togaranna.
í apríl lagði félagsmálaráðherra fyrir Alþingi frumvarp
um húsnæðismál, sem hefur að geyma margar merkar til-
lögur til lausnar á einu mesta vandamáli þjóðarinnar. Er
það orðið að lögum. Setja skal á stofn húsnæðisstofnun
ríkisins. Skal verkefni hennar vera að beita sér fyrir um-
bótum í byggingarmálum, hafa á hendi stjórn byggingar-
sjóðs ríkisins og yfirumsjón lánsfjáröflunar og lánveit-
inga til íbúðarhúsabygginga. Fær hún rétt til að setja þau
skilyrði fyrir lánveitingum, að tryggt verði svo sem kostur
er, að byggðar verði fyrst og fremst hagkvæmar íbúðir
‘af hóflegri stærð.
Stofna skal byggingarsjóð ríkisins ,er lýtur stjórn hús-
næðismálastjórnar, svo sem fyrr segir. Skal hlutverk sjóðs-
ins vera að annast lánveitingar til ibúðabygginga. Stofnfé
sjóðsins skal vera: varasjóður hins almenna veðlánakerf-
is, lán ríkisins til lánadeildar smáíbúða, A-flokka bréf rík-
isins, en keypt voru fyrir tekjuafgang rikissjóð 1955 og
% af væntanlegum stóreignaskatti. Árlegar tekjur sjóðsins
skulu vera: 1 % álag, er innheimta skal aukalega, á tekju-,
eignaskatt og stríðsgróðaskatt og aðflutningsgjöld sam-
kvæmt tollskrá, afborganir og vextir lána, sem veitt hafa
verið og veitt verða af framlögum ríkisins til útrýmingar
heilsuspillandi húsnæðis og lántökugjald og vaxtatekjur af
lánum, sem húsnæðismálastjórn veitir.
Þá eru merk nýmæli um sparnað og skyldusparnað ung-
linga til íbúðabygginga. Sérstök innlánsdeild skal starfa
á vegum byggingarsióðs. Þeir sem leggja fé inn í deildina
skulu að minnst 5 árum liðnum frá því innlög hófust eiga
kröfu á að fá það greitt, að viðbættum vöxtum, ef hin inn-
lagða upphæð hefur numið ekki minna en 5 þús. krónum á
ári. Að öðru jöfnu skulu þeir, sem ávaxta sparifé sitt á
þennan hátt, sitja fyrir um lán til íbúðabygginga, og mega
þau lán vera allt að 25 % hærri en almennt gerist. Ungling-
um á aldrinum 16—25 ára, er skylt að leggja til hliðar Grí