Réttur - 01.01.1957, Page 159
RÉTTUB
159
af launum sínum, og skal það fé ávaxtað í innlánsdeild
byggingasjóðsins, eða í veðdeild Búnaðarbankans, ef menn
eru búsettir í sveit. Þegar menn eru orðnir 25 ára að
aldri eða stofna heimili, geta þeir fengið sparifé sitt endur-
greitt ásamt vöxtum og uppbót vegna vísitöluhækkunar.
Skulu þeir þá að öðru jöfnu sitja fyrir lánum til íbúða-
bygginga með sömu skilmálum og þeir sem taka þátt í
hinum frjálsu innlögum. Forgangsrétturinn er þó bundinn
því skilyrði, að sparifjársöfnun þeirra, sem að byggingu
íbúðar standa, nemi minnst 25 þúsund krónum. Undan-
þegnir slcyldusparnaði eru skólafólk og iðnnemar, gift fólk,
sem stofnað hefur heimili og þeir sem hafa skylduómaga
á f ramfæri sínu og hafa ekki meira en 30 þús. króna skatt-
skyldar tekjur.
Skilyrði fyrir forgangsrétti ungs fólks til íbúðabygg-
inga virðist mér orka tvímælis og þykir mér líklegt að þau
verði endurskoðuð.
Gert er ráð fyrir að hið almenna veðlánakerfi starfi
áfram við hlið byggingasjóðs. Talið er að árið 1957 geti
framlög til íbúðabygginga orðið þrjátíu og þrem milljón-
um króna hærri en þau urðu 1956, og eru þá ekki talin
mótframlög bæjar- og sveitarfélaga.
Stofnfé byggingasjóðs er áætlað um 118 millj. króna
Áætlað er að sparnaðarframlögin verði um 15 milljónir á
ári, sem gert er ráð fyrir að verði að mestu í útlánum á
hverjum tíma. Þar við bætast árlegar tekjur af stofnfé og
aðrar lögbundnar tekjur, sem talið er að muni nema um
7—8 milljónum á ári. Árlegt eigið fé sjóðsins til útlána er
gert ráð fyrir að verði mn 40 millj. krónur næstu árin, en
fer stöðugt vaxandi. Er áætlað að í árslok 1966 verði eign
sjóðsins allt að 300 milljónir króna.
Áður en Alþingi lauk störfum um mánaðamótin maí—
júní, samþykkti það nýja bankalöggjöf. Landsbankanum
er skipt í seðladeild og viðskiptadeild, en Útvegsbankinn
gerður að ríkisbanka. Umboð núverandi bankaráða og
bankastjóra fellur niður. Tilgangurinn er að stuðla að því