Réttur - 01.01.1957, Page 160
160
RÉTTUR
að bönkunum verði stjórnað í meira samræmi við stefnu
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og að draga nokkuð
úr ofurvaldi íhaldsins yfir bönkunum. Hér er þó aðeins að
litlu leyti komið til móts við þá stefnu í bankamálum, sem
Sósialistaflokkurinn hefur barizt fyrir, en hann hefur
eins og kunnugt er beitt sér fyrir því að stofnaður yrði
sérstakur seðlabanki.
Kosningar í verkalýðsfélögunum.
í stjórnarkosningum í verkalýðsfélögunum hefur verið
náin samvinna milli íhaldsmanna og hægri manna Alþýðu-
flokksins. Hafa þeir lagt gífurlegt kapp á þessar kosning-
ar og hvorki sparað fé né fyrirhöfn. Forustan hefur þó að
mestu verið í höndum íhaldsins og hlutverk hægri manna
Alþýðuflokksins að koma mönnum, sem atvinnurekendur
hafa velþóknun á til valda í félögunum. Þannig var það í
Iðju í Reykjavík og Trésmiðafélagi Reykjavíkur, en þar
tókst fulltrúum afturhaldsins að ná meirihluta við stjórn-
arkjör, en naumlega þó. Stjórnarkosningin í Iðju var til
dæmis sótt af slíku ofurkappi af hálfu íhaldsins að líkast
var Alþingiskosn. Mun undirbúningusstarfið hafa verið
full atvinnu margra manna, jafnvel mánuðum saman.
Hinsvegar benti Morgunblaðið með réttu samherjum sín-
um í Alþýðuflokknum á það, að völd sín í Sjómannafélagi
Reykjavíkur ættu þeir Sjálfstæðisflokknum að þakka.
Samvinna þessara aðila í verkalýðshreyfingunni er raun-
ar engin nýjung. Hitt vekur athygli, að aldrei hefur hún
verið eins innileg og nú, þegar Alþýðuflokkurinn er í
ríkisstjórn með Sósíalistaflokknum, en Sjálfstæðisflokkur-
inn í hatrammri stjórnarandstöðu. Stjórnarsamstarfið
byggist algerlega á samvinnu við verkalýðshreyfinguna,
eins og skýrt er tekið fram í stjórnarsáttmálanum. Án
stuðnings verkalýðshreyfingarinnar mundu verkalýðs-
flokkarnir engu koma fram í rikisstjórninni og grundvöll-