Réttur - 01.01.1957, Page 162
162
BÉTTUB
hækkanir að ráði á innfluttum vörum vegna tollanna, Bem
á voru lagðir í vetur. Einhverjar verðhækkanir gætu hins-
vegar enn orðið á nokkrum öðrum vörum. Atvinnufram-
kvæmdir mundu verða mjög miklar. Hafin yrði vinna við
nýju Sogsvirkjunina og reynt yrði að afla sem fyrst
nauðsynlegra lána til sementsverksmiðjunnar, svo dráttur
yrði sem minnstur á framkvæmdum. Lögð yrði áherzla á
að afla fjár til íbúðarhúsabygginga og kvaðst stjómin
mundi tryggja um 44 milljónir króna til almennra veðlána
á þessu ári. Rikisstjórnin tók vel í þá kröfu nefndarinnar
að stálskip yrðu smíðuð innanlands og hét því, að ekki
skyldi leyfa togurunum að sigla með afla sinn óunninn,
nema samráð yrði haft þar um við fulltrúa verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Eftir að hafa fengið þessi svör samþykkti miðstjóm og
efnahagsmálanefnd Alþýðusambandsins eftirfarandi á-
lyktun:
„Með tillit til þess að samningar verkalýðsfélaganna em
almennt uppsegjanlegir um næstu mánaðamót, hafa mið-
stjórn A.S.Í. og efnahagsmálanefnd sambandsins að undan-
förnu aflað upplýsinga og rætt um þróun verðlags- og
kaupgjaldsmála og viðhorfin í atvinnumálunum. Að lokn-
um þessum athugunum ályktar fundur þessara aðila eftir-
farandi:
Ráðstafanir ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum í des-
ember s.l. miðuðu einkum að því tvennu, að tryggja varan-
legan rekstursgrandvöll framleiðsluatvinnuveganna og
nauðsynlegar atvinnulegar framkvæmdir. Miðstjórnin og
efnahagsmálanefndin höfðu aðstöðu til að kynna sér og
hafa áhrif á þær leiðir, er farnar vora og samþykktu þá
að veita bæri ríkisstjórninni starfsfrið þar til séð væri
hvort fyrrgreindum markmiðum yrði náð. Sá tími sem
liðinn er síðan ráðstafanir þessar voru gerðar, er að dómi
miðstjórnar og efnahagsmálanefndar enn of skammur til
þess að unnt sé að fella dóm í þessum efnum, og telja því
rétt að fengin verði reynsla á framkvæmd þessara ráð-