Réttur - 01.01.1957, Page 163
RETTUE
163
stafana. Af framansögðu er það álit miðstjórnar og efna-
hagsmálanefndar að ekki sé tímabært að leggja til al-
mennra samningsuppsagna að svo stöddu. Hins vegar vilja
þessir aðilar undirstrika það meginsjónarmið, sem fram
hefur komið í viðræðum þeirra við ríkisstjómina, að aðal-
áherzluna beri að leggja á að halda uppi fullri atvinnu í
landinu, stemma stigu við verðbólguþróuninni og tryggja
og auka kaupmátt launanna."
Ályktun þessi var samþykkt einróma, eftir að málið
hafði verið ýtarlega rætt á fimdi með formönnum 50 verka-
lýðsfélaga í Reykjavík og nágrenni.
Einstök félög sögðu þó upp samningum, eða gerðu nýja
samninga án uppsagnar. Áður höfðu flugmenn og farmenn
náð nokkrum kjarabótum eftir mjög löng verkföll. Verk-
smiðjufólk í Reykjavík fékk 3—6% kauphækkun orða-
laust. Er það einn árangurinn af margra ára baráttu og
auknum samtakamætti undir forustu fyrrverandi stjórnar
„Iðju“, að atvinnurekendur skuli telja sig tilneydda að
veita verkafólkinu slíka umbun fyrir að kjósa þá stjóm,
sem þeir vildu hafa í félaginu. En hætt er við að það verði
skammgóður vermir.
Nýir kjarasamningar tókust við verzlunarfólk, starfs-
fólk í veitingahúsum og prentara með nokkrum lagfær-
ingum og kjarabótum og ofurlítilli kauphækkun fyrir verzl-
unarfólk. 16. júní hófst verkfall yfirmanna á farskipum
og stóð til júlíloka. Lauk þvi þannig að lægst launuðu
starfsmenn fengu verulega kauphækkun og aðrar kjara-
bætur og hinir lægstlaunuðu einnig nokkra hækkun. Kaup-
kjörum þessara manna hafði ekki verið breytt í heilan ára-
tug, enda hafa samtök þeirra verið undir íhaldssamri for-
ustu. Höfðu hinir lægst launuðu því dregist allmjög aftur
úr í samanburði við aðra launþega. Verkfall þetta olli mikl-
um truflunum í atvinnulífi þjóðarinnar og beittu forustu
menn Sjálfstæðisflokksins öllum brögðum til þess að tor-
velda samninga í pólitískum tilgangi. Var hér um einskon-
ar tangarsókn að ræða í því skyni að lengja verkfallið.