Réttur - 01.01.1957, Page 164
164
BÉTTUR
Annarsvegar beittu þeir áhrifum sínum meðal farmanna,
að hvergi væri slakað á kröfum hinna hæstlaunuðu og
hinsvegar notuðu þeir völd sín í skipafélögunum til þess
að hafna öllum kjarabótum. Stefndu þeir sýnilega að því
að egna ríkisstjórnina til þess að binda endi á verkfallið
með þvingunarlögum.
Bakaraverkfall í Reykjavík hófst í júníbyrjun og stóð
til 9. sept. Var samið um nokkra kauphækkun.
Verkalýðsfélögin munu nú ráða ráðum sínum um það,
hvaða afstöðu skuli taka til samninsuppsagna frá 1. des-
ember að telja.
1. maí.
Ihaldsmenn og fulltrúar Alþýðuflokksins höfðu algera
samstöðu í 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna og klufu
nefndina. Meirihluti nefndarinnar samþykkti ávarp, þar
sem m. a. var borin fram sú krafa, að framkvæmd væri
ályktun Alþingis frá 28. marz 1956 um brottför hersins.
Þetta vildu samherjarnir, fulltrúar Ihalds og Alþýðuflokks,
ekki fallast á, neituðu að skrifa undir ávarpið og skárust
úr leik. Létu þeir félög þau, sem þeir voru fulltrúar fyrir
lýsa yfir þvi, að þau tækju ekki þátt í kröfugöngunni. Var
þeim þó gefinn kostur á að skrifa undir ávarpið með fyrir-
vara.
Þessi klofningstilraun misheppnaðist algerlega. Kröfu-
gangan varð jafnf jölmenn og þær sem stærstar hafa verið
undanfarin ár, þrátt fyrir óhagstætt veður. Þetta varð
mikill sigur fyrir einingarmenn í verkalýðshreyfingunni
og andstæðinga hernámsins, og mikill ósigur fyrir Ihaldið
og Alþýðuflokkinn.
En þessi afstaða Alþýðuflokksins er hinsvegar mjög
alvarleg tíðindi. Bendir hún eindregið til þess, að Alþýðu-
flokkurinn hafi nú fullráðið að hafa samþykkt Alþingis,