Réttur - 01.01.1957, Síða 166
Bókaíregnir
Clara Zetkin: Ausgewáhlte
Reden und Schriften. Band
I. Dietz Verlag1. Berlín.
1957.
Dietz Verlag, hið kunna
sósíalistiska útgáfufélag, hefur
hafið útgáfu úrvals á ræðum og
ritum Clöru Zetkin í tilefni
aldarafmælis hennar og er I.
bindið komið út, 800 síður í
ágætum frágangi, með formála
eftir Wilhelm Pieck, formann
þýzka Sósíalistaflokksins og
forseta þýzka alþýðulýðveldis-
ins.
Clara Zetkin var fædd 5. júlí
1857 í Saxlandi. Hún komst
snemma í kynni við sósíalism-
ann og varð alla sína ævi hinn
ötulasti forvigismaður hans. Er
Bismark hóf ofsóknir sínar
gegn flokki þýzkra sósíalista,
gekk hún í hann og varð 1880 að
flýja land, er flokksstarfsemin
var bönnuð. Dvaldi hún í Aust-
urríki, Sviss og Frakklandi og
þar giftist hún Ossip Zetkin,
rússneskum byltingarmanni,
eignuðust þau tvö börn. Hún
þoldi þar allt hið erfiða hlut-
skipti útlagans, vann löngum
sjálf úti fyrir veikum manni og
ungum börnum. En hún varð
einnig á þessu skeiði hinn ágæti
ræðusnillingur og vígreifi bar-
dagamaður II. Alþjóðasam-
bandsins og einkavinur margra
frægustu forvígismanna alþjóð-
legu verkalýðshreyfingarinnar.
Laura Marx, dóttir Karls Marx,
og maður hennar, Paul Lafar-
gue, svo og aðalforingi franskra
sósíalista Jules Guesde, öll urðu
þau einkavinir hennar. 1889
tók hún þátt í stofnun II. Inter-
nationale. Hún varð strax kunn,
einkum vegna baráttu sinnar
fyrir jafnrétti konunnar, reit
ágætar greinar í sósíalistisk
blöð og flutti kenningar sínar
um þessi jafnréttismál kvenna
á stofnþingi II. Internationale.
Friedrich Engels dáðist að skör-
ungskap hennar þá og varð vin-
ur hennar og aðdáandi.
Clara Zetkin tók þátt í allri
baráttu annars Alþjóðasam-
bandsins. Eftir að „sósíalista-
lögin“ voru loks afnumin í
Þýzkalandi 1890 og Bismark
féll á sjálfs sín bragði, hélt hún
heim til Þýzkalands og hóf
starfsemi sína þar. Hún var rit-
stjóri að ,,Gleichheit“ („Jöfn-
uði“), kvennatímariti Sósíal-
istafl. þýzka í 25 ár, frá 1891 til
1917. í flokknum var hún ætíð