Réttur


Réttur - 01.11.1965, Side 12

Réttur - 01.11.1965, Side 12
220 RÉTTUR íslands, og hvernig sú þjóðfrelsisbarátta, sem hér er háð, beinist öllsömul gegn þeim og þeirra ítökum hér. Allir þekkja tilraunir þeirra til að ná fótfestu á íslenzku landi. Fyrst var það krafan um herstöðvar til 99 ára, sem reyndist of stór biti til að kyngja í einu. Siðan kom smáskammtur númer eitt: Keflavíkursamningurinn. Smáskammtur númer tvö: utanstefna Bjarna Benediktssonar og inn- gangan í NATO. Svo er smáskammtur númer þrjú, þegar Hallvarður gullskór þeirra Bandaríkjamanna brá sér hingað 1951 og fékk vini sína, „lýðræðissinnana“ til að lána sér Miðnesheiðina, af því það var stríð austur í Kóreu. En tilraunir þeirra til að gera sér bústað í íslenzkri þjóðarsál eru i senn djarfasta og hættulegasta árás þeirra á sjálfstæði íslands. Bandaríkjamenn hafa alla tíð síðan þeir komu hingað 1951 lagt sig í líma við að hernema hugar- far íslendinga, fá þá til að líta á hersetu sína sem eðlilega og jafnvel æskilega. Þeir hafa leyft íslendingum að annast ýmsar fram- kvæmdir á herstöðinni svo það hefur orðið ýmsum íslendingum hagsmunamál að Bandaríkjaher yrði sem umsvifamestur á íslandi. Þeir bjóða til sín börnum og unglingum og gefa þeim gott og sýna þeim hin margbreytilegu morðtól sín. Þeir bjóða meðlimum ýmissa félagasamtaka að heimsækja reglubræður sína á Vellinum og tengja þannig bræðrabönd milli Islendinga og herliðsins. Þeir eru hjálp- samir og greiðviknir, þegar svo ber undir, hver hefur ekki heyrt í útvarpsfréttum „þyrla frá varnarliðinu“ eða „íþróttahúsið á Kefla- víkurflugvelli.“ Varla mun það sjúkrahús eða elliheimili hér á Suð- vesturlandi, sem ekki hefur fengið að gjöf sjónvarp frá herliðinu, og nú allra síðast er eitt slikt komið á Klepp í þeirri von að þar muni allténd einhverjir sem skilji hvaðan gott kemur. Bandaríkjamenn vilja gjarnan að íslendingum finnist þeir vera miklir karlar og hús- bændur á sínu heimili og hermennirnir aðfengnir vinnumenn og góðir strákar. Bandaríkjamenn hafa þolað íslendingum að girða utan um sig eins og óargadýr. Þeir hafa rokið upp til handa og fóta með afsakanir og yfirmannaskipti, þegar árekstrar hafa orðið milli þjóðanna á Miðnesheiði, annaðhvort af misgáningi eða eðlilegri fyrirlitningu herraþjóðar á leppþjóð. En öflugasta sókn þeirra beinist gegn sjálfum grundvelli sjálf- stæðisins, íslenzkr.i tungu og menningu, og vopnið er sjónvarps- stöðin á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkjamenn reikna dæmið þannig: íslendingum þykir gaman að horfa á sjónvarp eins og öðrum þjóð- um, en það er vonlaust fyrir þá að koma sér upp eigin sjónvarpi. Þessvegna skulum við koma upp öflugri sjónvarpsstöð fyrir her-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.