Réttur


Réttur - 01.11.1965, Page 28

Réttur - 01.11.1965, Page 28
236 RÉTTUR Benedikts á Auðnum um „Stríðið“ í „Rétti“ 1916 ber þess greini- legastan vott, hve rækilega er kruíið til mergjar höfuðvandamál mannfélagsins, — greinin ber beinan vott um lestur rita Krapotkins, W.illiam Morris, Henry George o. fl„ — örvunum er stefnt að einu marki: „auðvaldsþrælkuninni“ og orsaka styrjaldarinnar leitað í sjálfu auðvaldsskipulaginu. Niðurstaðan var þessi: „Það er því ekki eins og í fljótu bragði kann að sýnast, eintóm grimmd og mannvonzka, sem keyrt hefur Evrópuþjóðirnar út í þetta voðastríð, heldur þær lífsréglur, sem þær hafa skapað sér, það skipu- lag, sem þær Iiafa sett um lífsskilyrðin, um aðgang að gæðum náttúr- unnar og hagnýtingu þeirra, í stuttu máli um ábúðina á þessum jarðar- hnetti, sem mannkyninu hefur verið fenginn til ábúðar og afnota, til þess að framfleyta lífinu á. Það er sérréttinda og útiiokunarskipulagið, sem ekkert á skylt við virkilegt réttlæti, jafnrétti, mannúð og mann- frelsi, eða nokkur þau grundvallaratriði þess siðalögmáls, sem menn- irnir þó í orði kveðnu viðurkenna og þykjast fylgja. Þetta er hin sanna og dýpsta orsök stríðsins.“ Þetta mun vera einhver róttækasta ályktunin, sem þá hafði enn birzt á prenti á Islandi um orsakir stríðsins. Aðeins í Vesturbeimi hafði Stephan G. þegar sett fram róttækari og enn skarpari ádeilu og rannsókn á rótum stríðsins, m. a. í kvæði sínu „Vopnahlé“. Frjóvgandi lestur margra hinna beztu bóka heims um mannfélags- mál hafði gefið hinum þingeysku brautryðjendum — og fyrst og fremst frumkvöðli safnsins Benedikt, — hina dýpstu innsýn í undir- rót stríðsins, innsýn, sem aðeins örfáir sósíalistar þá héldu fast við, meðan þjóðernishatrið reið húsum um alla álfuna, magnað af undirróðr.i auðmanna og annarra yfirstétta. * Rætur „Réttar“ lágu því djúpt, innanlands og utan. Og það var vítt til veggja í þeirri andlegu höll, sem þingeyskir bændur reistu sér. Það er t. d. eftirtektarvert fyrir sósíalista, að þótt „Réttur“ væri fyrst og fremst stofnaður til þess að boða Georgismann, þá lögðu stofnendurnir frá uppbafi áberzlu á skyldleikann við sósíalismann og aðrar „jafnaðarstefnur“. Og frá upphafi vega birtust í „Rétti“ ágætar greinar um sósíalismann og hina sósíalistisku verklýðshreyf- ingu og hélt þannig áfram allan tímann, sem Þórólfur var ritstjóri og útgefandi Réttar. Það er líklega Þórólfi persónulega að þakka að vér skulum eiga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.