Réttur


Réttur - 01.11.1965, Page 81

Réttur - 01.11.1965, Page 81
RÉTTUR 289 hann getur keypt í einu lagi stærðar bókasafn þó að hann líti aldrei í bók. Sýndarmennskan blómgast í krafti peninganna. í þessu eru fólgin fremdaráhrif þeirra sem Marx hefur lýst svo eftirminnilega: „Þeir (peningarnir) breyta ófullkomleika og ímyndun, völdum sem búa aðeins i ímyndun einstaklingsins, í raunveruleg völd . . . Þeir breyta hollustunni í löst, lestinum í dyggð, þrælnum i húsbónda, húsbóndanum í þræl, fáfræðinni í vísdóm og vísdómnum í fáfræði . . . Ef samband þitt við umheiminn væri mannlegt mundir þú aðeins gjalda úst við ást, trúnað við trúnaði o. s. frv. . . . 011 samskipti þín við menn og náttúru yrðu þá raunveruleg, einstaklingsbundin lífs- tjáning sem samsvaraði því er hugur þinn girntist. Ef þú elskar án þess að kalla fram ást, ef ást þín sem lífstjáning leiðir ekki til þess að þú sért elskaður á móti, þá er ást þin vanmáttug og ógæfusöm.“ Þannig geta peningarnir umhverft öllum raunverulegum gildum og hindrað að mannleg samskipti grundvallist á gagnkvæmum, eðlislæg- um þörfum og löngunum. Vinnon — kvö3 eðo lífstjóning? En það er ekki aðeins í hlutverki kaupandans og seljandans sem nútímamenn eru framandi hver öðrum. Enn djúpstæðari er firring þeirra í starfi, í sjálfum framleiðsluferlinum. Marx tók til gagnrýni þá staðhæfingu að kapitalisminn hefði jrelsað liinn vinnandi mann með því að losa liann úr fjötrum mið- aldagildanna og ánauðarinnar. Avinningur þessa frelsis væri mjög afstæður fyrir verkamanninn, hann birtist einkanlega í því að verka- maðurinn væri frjáls að selja atvinnurekandanum vinnuafl sitt og gera það að vöru sem lyti öllum lögmálum vöruframléiðslunnar. Marx sýndi fram á að sambandið milli kapítalistans og verkamanns- ins væri í reynd snautt að mannlegu innihaldi. í augum hins fyrr- nefnda væri vinnuaflið, þessi eina vara sem verkamaðurinn hefur ú boðstólum, allt, en maðurinn lítið sem ekkert. Eina aflið er knýði þá til samskipta væri sérdrægnin og gróðahvötin, eins og sjá mætti af því að „maðurinn forðast vinnuna eins og plágu jafnskjótt og hann er ekki beinlínis knúinn til hennar af efnalegr.i nauðsyn.“ Nútímamaðurinn gengur yfirleitt til vinnu sinnar af nauðung, hann finnur ekki sjálfan sig í starfinu, á vinnustaðnum. Það er fyrst von til þess að hann komist í essið sitt þegar hann er kominn heim, í frítímanum. Vinnutími og frítími mannsins eru tveir algjörlega að- skildir heimar, Sú staðreynd sýnir betur en flest annað að vinnan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.