Réttur


Réttur - 01.11.1965, Qupperneq 14

Réttur - 01.11.1965, Qupperneq 14
222 RÉTTUR inga til að gera athuganir á því hversu hátt loftnet þyrfti að byggja til að ná sjónvarpinu niður. Niðurstaðan var sú að loftnet þyrfti að vera hærra en svo að Bandaríkjamenn legðu í slíkt mannvirki af þessu tilefni. Nokkrir þeir, sem bera stjórnskipulega ábyrgð á Keflavíkursjón- varpinu hafa að undanförnu viðhaft hinar merkilegustu játningar. Þeir segjast aldrei hefðu veitt leyfi til stækkunar sjónvarpsstöðvar- .innar á Keflavíkurflugvelli, ef þeir hefðu séð afleiðingarnar íyrir. Þannig hljómar sú áskorun þeirra til þjóðarinnar að fela sér nú ekki lengur að fara með völd, svo þeir geri ekki fleiri og alvarlegri glappaskot. Þessi kattarþvottur dugir þó ekki til að leysa þá undan ábyrgð. Astæða er til að ætla, að ýmsum ráðandi öflum sé allsendis ósárt um, þótt dæmið gang.i upp eins og Bandaríkjamenn reikna það, og telji það jafnvel samræmast hagsmunum sínum prýðilega. Stækk- un stöðvarinnar var á sínum tíma rædd í útvarpsumræðum á Al- þingi, þar sem margsinnis var bent á, við hverju væri eðlilegt að búast, ef Keflavíkursjónvarpið næði til Reykjavíkur. Matthías Á. Mathiesen svaraði með gagnsókn á heimskommúnismann, en Bene- dikt Gröndal færði tölulegar líkur fyrir því, að stöðin næði alls ekki til Reykjavíkur, þótt hann gæti sannreynt hið gagnstæða í sýn- ingarglugga næstu raftækjabúðar. Gleggsta og áta'kanlegasta sönnun þess, að a. m. k. sumir ráðamenn íslenzkir gerðu sér grein fyrir af- leiðingunum af stækkun söðvarinnar og réttlættu þær fyrir sjálfum sér og öðrum, er ræða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á tuttugu ára afmæli lýðveldisins, þegar hann líkti Keflavíkursjón- varpinu við erlendar menntalindir, er íslenzkir námsmenn dveldust við langdvölum og sæktu sér í dýrmæta reynslu og þekkingu. Keflavíkursjónvarpið teflir ekki aðeins í tvísýnu öllum þeim verðmætum, sem hingað til hafa verið sérkennd með lýsingarorð- ■inu íslenzkur, heldur skiptir þjóðinni í tvo hluta og er líklegt til að valda æ illvígari flokkadrátlum sem það á lengur griðland í íslenzkri menningarhelgi. Sá hluti þjóðarinnar, sem réttlætir Keflavíkursjón- varpið heldur því ekki opinberlega fram, að íslendingum beri að stefna að því að verða Ameríkanar í áföngum, en svarar röksemd- um sjónvarpsandstæðinga með almennum fullyrðingum um styrk íslenzkrar menningar, og telur jafnvel vegið að helgustu mannrétt- indum, ef Bandaríkjamenn fái ekki að reka eftirlitslaust sjónvarp á íslandi. Hér virðast því vera á ferðinni menn, sem af óvitaskap eða kæruleysi vilja gera þá tilraun á íslenzkri menningu, hvort hún standist þá-eldraun, sem er einokun eins voldugasta stórveldis jarð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.