Réttur


Réttur - 01.11.1965, Page 93

Réttur - 01.11.1965, Page 93
R É T T U R 301 fleiri félagar voru myrtir á hryðjuverkatímanum eftir 8. febr. 1963, átti hann mikinn þátt í að skipuleggja neðanjarðarstarfsemi flokks- ins og halda nafni hans á lofti. Hollusta Al-Haidari og félaga hans er tákn um þá staðfestu, sem einkennt hefur Kommúnistaflokk Iraks síðan hann var stofnaður 1934. Hið ókúgandi afl sitt á flokkurinn verkafólki og mönnum eins og Al-Haidari að þakka. Trúr samstarfsmaður og félagi Al-Haidari allt til dauða var Mohammed Saleh Abali. Sjálfur fæddur og uppalinn í fátækrahverfi Bagdað, var hann alla tíð í nánum tengslum við verkalýðsstéttina. Seinna sýndi hann sérstaka hæfileika sína við störf í neðanjarðarhreyfingunni, einkum í að skipuleggja leynilega blaðaútgáfu flokksins. 1956 var hann kosinn í miðstjórn flokksins og 1960 var hann ásamt Al-Haidari á ráðstefnunni í Moskvu. Abdul Jabbar Wahbi eða Abu Said eins og hann var kallaður, var eðlisfræðikennari að menntun. Af nemendum sínum var hann þekktur sem lýðræðissinni, mannvinur og fagurkeri. Hann varð óþreytandi starfsmaður í neðanjarðarhreyfingunni og vann ómetanlegt starf meðal æsku- og menntamanna. Eftir júlí 1958 þegar dagblað flokksins Ittihad al Shaab byrjaði að koma út á löglegan hátt varð hann einn af ritstjórum þess. Abu Said átti engan sinn líka í ritsnilli meðal Araba á okkar tíma. Einkum var hann frægur fyrir pólitískar ádeilugreinar og sveið óvinunum sárt undan penna hans. Hann helgaði hinn hvassa penna sinn algerlega málstað verkalýðsins og flokksins. Al-Haidari, Abali og Abu Said féllu trúir verkalýðnum og þjóð sinni. Þeir dóu sem hetjur og fórnarlömb eins og hundruð annarra kommúnista íraks. Það er ekki tilviljun að fólkið kallar Kommún- istaflokk íraks flokk fórna og hugprýði. Valdhafarnir í írak, einræðisklíka Arefs, hefur ekkert lært af sögunni. Þeir halda áfram blóðugri ógnarstjórn sinni. Þeir loka augunum fyr.ir örlögum fyrirrennara sinna. En ógnarstjórn þeirra getur ekki hrætt fólkið né brotið á bak aftur Kommúnistaflokkinn og önnur lýðræðisleg öfl. Þeir aðeins einangra sjálfa sig og flýta fyrir falli sínu. Líf kommúnistisku píslarvottanna er fólkinu fyrirmynd í barátt- unni fyrir lýðræði og fyrir frelsi íraks. Endurminningin um þá og fórn þeirra lýsir alþýðunni leiðina til sigurs. >,ni; (S. E. þýddi lauslega).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.