Réttur


Réttur - 01.11.1965, Blaðsíða 87

Réttur - 01.11.1965, Blaðsíða 87
RÉTTUR 295 spænis sjálfvirkum mekanisma sem veitir honum ekkert færi á sjálfs- tjáningu í starfi, jafn undirorpinn og hann er hinni vélrænu rútínu. Það er því ekki álitamál að sjálfvirknin breytir sambandi mannsins við hlutinn og náttúruna í átt til aukinnar firr.ingar, í þeim skilningi sem Marx lagði í það hugtak. En hitt er jafn augljóst að hún skapar áður óþekkt skilyrði fyrir styttingu vinnuvikunnar og þá um leið fyrir lausn mannsins undan hinni efnalegu ánauð v.innunnar. Þar sem nauðungarvinnu mannsins sleppir ætti hið frjálsa starf að geta tekið við. Hann ætti að geta notað hinar sívaxandi frístundir sínar til þess að þroska með sér sem flesta hæfileika í frjálsu sköpunar- starfi. En reynsla hinna háþróuðustu Vesturlanda, s. s. Bandaríkjanna, af „frístundamenningunni“ hefur ekki staðfest þennan möguleika. Félagsfræðilegar rannsóknir sýna að auknar frístundir hafa ekki opnað þarlendum mönnum leið til sjálfs sín, mannlegri samskipta og skapandi athafna. í fyrsta lagi eru þeir margir sem takast á hendur ýmis aukastörf til þess að fullnægja kröfu eða tízku þjóð- félagsins um hámarksneyzlu, svo að vinnutíminn styttist ekki í heild í samræmi við styttingu hins fasta starfstíma. Hitt veldur þó meiru að markviss skemmtana- og afþreyingariðnaður, tengdur fjölmiðl- unartækjum nútímans eins og sjónvarpinu, gleypir frístundir manna í æ ríkara mæli, gerir þá að algjörum þolendum og viðtakendum áhrifa sem í mörgum tilvikum eru í engri samsvörun við langanir þeirra og innri þarfir. í stað „nauðungarvinnunnar“ er komin ný nauðung sem sviptir menn öllum sjálfstæðum v.iðbrögðum eða við- horfum til frístundaiðkana. Það eru hin geysiöflugu og fjársterku skemmtanafirmu sem „sjá mönnum fyrir“ afþreyingu í frístundun- um, móta smekk þeirra og skoðanir. Sjálft orðið afþreying er táknrænt fyrir það hvers menn vænta af frítíma sinum. Það er um að ræða að þreyja hann með einhverju móti, eða helzt af öllu að drepa hann, eins og sagt er. Tíminn er nánast því orðinn óvinur manna, af því að hæfileiki þeirra til að nota hann sér til fullnæg- ingar og gleði er horfinn eða rétlara sagt: þessi hæfileiki hefur verið deyddur af hinum kapítalíska skemmtana- og afþreyingariðnaði. Hvötin til sjálfstæðra og skapandi athafna hefur drukknað í hinu yfirþyrmandi flóði aðfenginna áhrifa gegnum „afþreyingarrit“, kvikmyndir, útvarp, sjónvarp o. s. frv. Gagnvart þessu flóði virðist fjöldinn vera varnarlaus að kalla, m. a. vegna þess að hann er saman- settur af mönnum sem nálgast æ meir að vera algjörir einstaklingar, þolandi áhorfendur í kvikmyndasalnum eða sjónvarpsstofunni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.