Réttur


Réttur - 01.11.1965, Blaðsíða 114

Réttur - 01.11.1965, Blaðsíða 114
322 RÉTTUR Babette fer í stríðið (Frakkl.) .................. 81 Eilífur söngur skóganna (Austurr.) ............... 80 High Noon (Bandar.) .............................. 79 Skytturnar (Frakkl.) ............................. 77 Við vorum tíu (Tékkosl.) .............. .......... 71 „High Noon“ er tilfinningaræpa, „Eilífur söngur skóganna“ og „Skytturnar“ melodrama, hinar tvær gamanmyndir. Aftur á móti eru hliðstæðar hundraðstölur hjá myndilm eins og „Dauðinn heitir Engelchen“ 42, „L’Enclos“ 25 og „Bernska ívans“ 24. 1964 var aðsóknin mest að vestrænu kúrekamyndinni „Fjársjóð- urinn“ (84%), en hjá „Hinn ákærð.i“ (tékkn.) 31.4%, „Cleo de cinq á sept“ (frönsk) 44% og „Hamlet“ (rússn.) 33.5%. Það er engin ástæða til að fárast yfir því þótt gamanmyndir séú vinsælar. Vinsældir Chaplin-mynda eru ekki í neinni mótsögn við gengi Eisenstein-mynda. Sósíalísk list gerir kröfu til fjölbreytni í tegundum, stíl og efnisvali. Og það var slæm skyssa þegar vér misstum sjónar á því. Spurningin sem hér um ræð.ir er ekki um tegund verksins, held- ur á hvaða stigi það er til að fullnægja fagurfræðilegum þörfum. Karel Capek segir t. d. um leynilögreglusögur: „Þær eru ágætar, eiginlega gömul og góð dægradvöl, sem örfar athyglisgáfu og hugs- un og öll háspeki er útilokuð.“ Auðvitað er þett'a ekki rétt um allar leynilögreglusögur. Það sem oss varðar fyrst og fremst um er hið lága stig margra rita sem eiga ennþá géngi að fagna, þann eftir- leguhátt í smekk sem sýnir að fjölmörg þjóðfélagsvandamál hjá okkur eru ennþá óleyst. Það væri rangt að skýra þessar stað- reyndir sem arf frá liðna tímanum eingöngu. Þýðir þetta þá að „uppeldi í list“ sem vér höfum verið að koma á undanfarin 20 ár hafi ekki borið neinn árangur eða leyst nein vandamál, nema á yfirborðinu? Ekki er það. Það sem hér hefur verið drepið á segir aðeins, að vér höfum haft tilhneigingu til að vanmeta margbreytileik samhengisins milli listar og almennings, sáum oft aðeins eina hlið vandamálsins, misstum sjónar á mörg- um eigindum fyrirbærisins vegna meginda þess. Þetta átti rætur sínar í hinu almenna ástandi þjóðlífsins, var í samhengi við hina félagslegu byggingu og þær mótsetningar sem voru fyrir hendi. Vér segjum oft, að í voru þjóðfélagi hafi vinnan tapað sínu „ómannlega“ eðli — og það er rétt að því leyti að arðráni auð- valdsins hefur verið útrýmt. En vinnan í voru þjóðfélagi er ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.